Innlent

Dapurlegur málflutningur

Höskuldur Kári Schram skrifar
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að yfirlýsing forsætisráðherra um að stjórnarandstaðan muni ekki hika við að ljúga til að gagnrýna skuldatillögur ríkisstjórnarinnar sé dapurleg.

"Þetta er úreltasta bragðið í bókinni að grafa sig svona niður og halda því fram að öll gagnrýni á tillögur sem ekki eru komnar fram sé lygi. Þetta er afar dapurlegur málflutningur," segir Katrín.

Sigmundur Davíð Gunnlaugson forsætisráðherra sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um síðustu helgi að stjórnarandstaðan væri ekki búin að sætta sig við kosningaósigurinn í vor. Hann sagði ennfremur að stjórnarandstaðan muni ekki hika við að ljúga til að gagnrýna tillögur ríkisstjórnarinnar í skuldamálum.

"Forsætisráðherra er greinilega að brýna sitt fólk. Við munum hins vegar nálgast þessa umræðu með málefnalegum hætti eins og við nálgumst önnur viðfangsefni," segir Katrín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×