„Líkt og einræði í Norður-Kóreu“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2013 19:57 Margeir Vilhjálmsson. Mynd/Arnþór Margeir Vilhjálmsson, sem tapaði nýverið fyrir Hauki Erni Birgissyni í formannskjöri GSÍ, hefur lagt fram kæru vegna niðurstöðu kosningarinnar. Marger er ósáttur við þau vinnubrögð skipaðrar kjörnefndar GSÍ sem ákvað að mæla með Hauki Erni, mótframbjóðenda Margeirs. „[Nefndin] kaus að sniðganga framboð mitt með öllu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Margeirs sem má lesa í heild sinni hér neðst í fréttinni. Margeir segir enn fremur að hann hafi fengið lítinn tíma til að kynna sín stefnumál. „Það var ekki fyrr en rétt fyrir kosningu sem ég fékk tíma - 5 mínútur- til að kynna þinginu málefnin sem ég stæði fyrir.“Yfirlýsingin í heild sinni: „Í framhaldi af framboði mínu til embættis forseta GSÍ hef ég ákveðið vegna fjölda áskorana að leggja fram kæru vegna kosningarinnar og fá hana dæmda ógilda. Ég hef ráðið lögmenn til verksins. Ég tilkynnti framboð mitt opinberlega og til GSÍ með tveggja vikna fyrirvara. GSÍ sendi samkvæmt beiðni minni tilkynningu um framboðið til aðildarklúbba sambandsins. Á þinginu var kosin kjörnefnd. Nefndin sem skipuð var Inga Þór Hermannssyni GO, Garðari Eyland GR og Elsu Valgeirsdóttur GV, kaus að sniðganga framboð mitt með öllu og mæla svo með samdóma eins og það var kallað mótframbjóðanda mínum. Stjórn GSÍ valdi í kjörnefndina en þar átti mótframbjóðandi minn sæti. Það var ekki fyrr en rétt fyrir kosningu sem ég fékk tíma - 5 mínútur- til að kynna þinginu málefnin sem ég stæði fyrir. Lýðræðið var þarna fótum troðið að mati góðra manna og sjálfsagt að láta á það reyna hvort hér á landi búi íþróttahreyfingin við lýðræði eða einræði að Norður Kóreskum hætti. Með golfkveðju, Margeir Vilhjálmsson“ Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Margeir Vilhjálmsson, sem tapaði nýverið fyrir Hauki Erni Birgissyni í formannskjöri GSÍ, hefur lagt fram kæru vegna niðurstöðu kosningarinnar. Marger er ósáttur við þau vinnubrögð skipaðrar kjörnefndar GSÍ sem ákvað að mæla með Hauki Erni, mótframbjóðenda Margeirs. „[Nefndin] kaus að sniðganga framboð mitt með öllu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Margeirs sem má lesa í heild sinni hér neðst í fréttinni. Margeir segir enn fremur að hann hafi fengið lítinn tíma til að kynna sín stefnumál. „Það var ekki fyrr en rétt fyrir kosningu sem ég fékk tíma - 5 mínútur- til að kynna þinginu málefnin sem ég stæði fyrir.“Yfirlýsingin í heild sinni: „Í framhaldi af framboði mínu til embættis forseta GSÍ hef ég ákveðið vegna fjölda áskorana að leggja fram kæru vegna kosningarinnar og fá hana dæmda ógilda. Ég hef ráðið lögmenn til verksins. Ég tilkynnti framboð mitt opinberlega og til GSÍ með tveggja vikna fyrirvara. GSÍ sendi samkvæmt beiðni minni tilkynningu um framboðið til aðildarklúbba sambandsins. Á þinginu var kosin kjörnefnd. Nefndin sem skipuð var Inga Þór Hermannssyni GO, Garðari Eyland GR og Elsu Valgeirsdóttur GV, kaus að sniðganga framboð mitt með öllu og mæla svo með samdóma eins og það var kallað mótframbjóðanda mínum. Stjórn GSÍ valdi í kjörnefndina en þar átti mótframbjóðandi minn sæti. Það var ekki fyrr en rétt fyrir kosningu sem ég fékk tíma - 5 mínútur- til að kynna þinginu málefnin sem ég stæði fyrir. Lýðræðið var þarna fótum troðið að mati góðra manna og sjálfsagt að láta á það reyna hvort hér á landi búi íþróttahreyfingin við lýðræði eða einræði að Norður Kóreskum hætti. Með golfkveðju, Margeir Vilhjálmsson“
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira