Fótbolti

Sjálfsmark tryggði Rússunum jafntefli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hulk var í strangri gæslu Atletico Madrid í kvöld.
Hulk var í strangri gæslu Atletico Madrid í kvöld. Mynd/AP
Atletico Madrid skoraði skrautlegt sjálfsmark sem tryggði Zenit 1-1 jafntefli á heimavelli í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í dag.

Þetta var fyrsti leikur dagsins af átta í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en hinir leikirnir hefjast allir klukkan 19.45.

Ekkert mark var skorað í St. Pétursborg í Rússlandi í kvöld en Spánverjarnir komust yfir á 53. mínútu þegar Adrian Lopez skoraði eftir góðan sprett upp vinstri kantinn.

Heimamenn komust fyrst á blað þegar að Belginn Toby Alderweireld skoraði ansi skrautlegt sjálfsmark. Misheppnuð tilraun hans til að hreinsa fyrirgjöf frá marki með skalla tókst ekki betur en svo að boltinn fór yfir Dani Aranzubia, markvörð, sem hefði með réttu átt að verja skalla samherja síns.

Þar við sat en þetta var fyrsta stigið sem Atletico Madrid tapar í Meistaradeildinni í ár. Liðið er öruggt með efsta sæti riðilsins og þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Zenit er í öðru sæti með sex stig en Porto getur komist upp fyrir Rússana með sigri á Austria Vín á heimavelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×