Fótbolti

Rooney fór á kostum í stórsigri United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sannkallaðan stórsigur á Bayer Leverkusen á útivelli, 5-0.

Wayne Rooney fór mikinn í liði United en hann lagði upp fyrstu fjögur mörk leiksins. Fyrst fyrir Antonio Valencia en United komst svo í 2-0 eftir að Emir Spahic skallaði aukaspyrnu Rooney í eigið mark.

Jonny Evans skoraði svo þriðja markið er hann fylgdi eftir skoti Rooney á 65. mínútu en fjórða markið skoraði Chris Smalling eftir sendingu Rooney. Nani bætti svo fimmta markinu við eftir að Rooney var farinn af velli.

Þetta er stærsti útivallasigur United í Meistaradeildinni á útivelli frá upphafi en þess ber að geta að Leverkusen er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildinni og ósigrað á heimavelli í deildinni þetta tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×