Menning

Stoppaði sýningu í Þjóðleikhúsinu

Atli Rafn Sigurðarson
Atli Rafn Sigurðarson Fréttablaðið/GVA
Óformlegt hlé var gert á leiksýningunni Englum Alheimsins sem er til sýninga í Þjóðleikhúsinu á föstudaginn síðastliðinn. 

Persónan Páll í Englum Alheimsins, sem leikinn er af Atla Rafni Sigurðarsyni, stoppaði sýninguna í þeim tilgangi að ávarpa sérstaklega sendinefnd frá færeyska og norska Þjóðleikhúsinu sem staddir voru í salnum.

Atli Rafn fékk aðstoð við færeyskuna frá einum leikara sýningarinnar en gat bjargað sér á norsku.


Nokkuð óvanalegt er að gera hlé á leiksýningum til þess að ávarpa salinn, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem gert er óformlegt hlé á sömu sýningu.

Í fyrra skiptið, í maí á þessu ári, var hléið gert til þess að leikarar og gestir sýningarinnar gættu hlýtt á flutning Eyþórs Inga í beinni útsendingu í Eurovision. 

Hér að neðan er hægt að hlýða á ávarp Páls.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.