Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell | 74-77 Sigmar Sigfússon í Vodafonehöllinni skrifar 13. nóvember 2013 15:03 Úr leiknum í kvöld. Myndir/Valli Snæfell sigraði Val, 77-74, í 9. umferð Dominos-deildar kvenna í Vodafonehöllinni í kvöld. Gestirnir voru yfir allan leikinn en Valskonur hleyptu spennu í lokamínúturnar. Jaleesa Butler fékk tækifæri að jafna leikinn fyrir Val með lokaskoti en hún hitti því miður ekki fyrir Valskonur í þetta sinn. Það var engu líkar að veðrið hefði áhrif á leikmenn Vals í fyrri hálfleik svo kaldar voru þær. Skotnýting heimastúlkna var vægast sagt léleg fyrstu 20. mínúturnar. Valur spilaði ágætlega á öðrum sviðum en skotin voru ekki að detta. Snæfellingar áttu ekki neinn stjörnuleik í fyrri hálfleik en voru heilt yfir sterkari liðið. Betri nýting ásamt öflugri vörn á köflum skapaði sjö stiga forystu þegar flautað var til hálfleiks. Valskonur eltu allan leikinn og það virtist taka mikinn kraft frá þeim. Undir lok þriðja leikhluta kom jákvæður meðbyr í leik heimastúlkna. Það veitti þeim aukið sjálfstraust inn í síðasta leikhlutann þar sem þær voru betri. Snæfell var komið með 14 stiga forystu eftir þriðja leikhluta. Slakur kafli hjá Snæfelli þegar um þrjár mínútur voru eftir galopnaði leikinn. Valskonur minnkuðu muninn í þrjú stig en þá tók Chynna Brown leikinn í sínar hendur og skoraði tvær körfur í röð. Valur neitaði að gefast upp og fékk tækifæri að jafna leikinn með lokaskoti en skotið geigaði hjá Jaleesa Butler. Snæfell sigraði því leikinn 77-74 og eru í góðum málum í 2. sæti deildarinnar. Chynna Brown var stigahæst hjá gestunum með 29 stig og Jaleesa Butler skoraði 27 stig fyrir Val.Ingi Þór: Þetta var sætur sigur „Við leiddum allan leikinn og þær eltu allan tímann. Það er alltaf erfitt, sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Við tókum frumkvæðið í leiknum og ég er mjög ánægður með það. Við áttum frábæran þriðja leikhluta en alveg skelfilegan fjórða og hleyptum Val inn í þetta.“ „Þá fórum í að reyna halda þessu sem er aldrei gott. En við stigum upp í lokin. Chynna kom með nokkrar mikilvægar körfur og kláraði þetta,“ sagði Ingi og bætti við: „Vinnusemin í liðinu var mikil og við vorum að rífa niður fleiri fráköst. Þetta var sætur sigur,“ sagði Ingi sáttur að lokum.Ágúst: Einu skoti frá framlengingu „Þetta var mjög kaflaskiptur leikur. Við spiluðum mjög vel í síðasta leikhlutanum ásamt nokkrum köflum í leiknum þar sem við náðum að stríða Snæfellsliðinu. En vissulega eltum við allan tíman og það fór mikil orka í það,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „En við vorum samt einu skoti frá því að jafna þetta og fara í framlengingu.“ „Við vorum að klikka á mörgum skotum í þessum leik. Sérstaklega í byrjun leiksins. Þá datt trúin og sjálfstraustið aðeins niður hjá stelpunum,“ „Það er að sjálfsögðu áhyggjuefni að vera með slaka skotnýtingu. Þetta er eitthvað sem við munum skoða. Þær þurfa bara að vera meiri töffarar að klára þessi skot,“ sagði Ágúst að lokum.Leiklýsing Valur - SnæfellLeik lokið (77-74) : Þvílík spenna á lokasekúndunum. Chynna setti virkilega glæsilegt skot niður fyrir gestina þegar 40 sekúndur voru eftir. Chynna setti nákvæmlega eins skot niður þegar 23 sekúndur voru eftir. Chynna kórónaði frábæran leik hjá sér og setti bæði vítaskotin niður eftir að Valskonur brutu á henni. Jaleesa fékk tækifærið að jafna leikinn með loka skoti fyrir utan þriggjastigalínuna en skotið fer ekki ofan í. 38. mínúta (66-70) : Frábær barátta hjá Valsstelpum þessa stundina. Munu þær ná þessu? Valur tekur leikhlé þegar 1:34 eru eftir. 37. mínúta (61-64) : Frábær kafli hjá Valskonum. Fjögur stig í röð og Snæfell tekur strax leikhlé. Hörkuspenna á loka mínútunum. Þriggja stiga leikur.36. mínúta (56-64) : Jaleesa Setti niður mikilvægt skot og minnkar muninn í átta stig. Valur tekur leikhlé. 34. mínúta (54-64) : Bæði lið klúðra hverju skotinu á eftir öðru. 32. mínúta (54-64) : Valur byrjaði með látum í fyrstu sókninni og skoraði þrjú stig. Þá Setti Jeleesa flotta körfu niður í næstu sókn. Tíu stiga munur á liðunum. Þriðja leikhluta lokið (49-63) : Chynna átti glæsilega hreyfingu undir lokin, skorar og vítaskot að auki. Falleg hreyfing. Snæfell virðist ætla að halda þetta út. Valskonur eru að gera þetta erfitt fyrir sig. Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði þriggja stiga flautukörfu. Virkilega vel gert.28. mínúta (47-55) : Snæfell heldur forystunni. 26. mínúta (43-46) : Hraðinn er mikill í leiknum núna. Ragnheiður Benóinsdóttir átti flotta innkomu fyrir Val og skorar í sinni fyrstu sókn. Minnkar muninn fyrir Val. 24. mínúta (39-42) : Hugrún Eva Valdimarsdóttir skoraði flotta körfu fyrir Snæfell en Kristrún Sigurjónsdóttir svarar hinum megin. Komin meira spenna í þetta þessa stundina.22. mínúta (37-40) : Valskonur halda áfram að klúðra auðveldum skotum eins og sniðskotum. En þær eru seigar að ná fráköstum og eru farnar að spila stífa pressu vörn á Snæfell þessa stundina. Valur nýtir vítaskotin ágætlega. Hálfleikur (31-38) : Valskonur áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Hræðileg nýting hjá þeim í skotum er að verða þeim að falli. Jaleesa er þó komin með 14 stig fyrir heimastúlkur. Hildur Sigurðardóttir hefur spilað vel fyrir gestina sem hafa þó ekki átt neinn stjörnuleik. Snæfell fer með sjö stiga forystu inn til búningsklefa.18. mínúta (28-34) : Hildur setur tvö auðveld stökkskot niður í röð fyrir Snæfell. Valskonur eru ekki að nýta úrvalsfæri hinum megin. 16. mínúta (26-30) : Unnur Lára Ásgeirsdóttir reif niður mikilvægt sóknarfrákast fyrir Val og skoraði í kjölfarið. Valskonur að komast meira inn í leikinn og Snæfellingar taka leikhlé. 14. mínúta (24-28) : Skotin eru ekki að detta fyrir heimastúlkur. Lítið skorað og mikið um tæknifeila. Jaleesa heldur þessu gangandi fyrir Val. 12. mínúta (21-25) : Bæði lið eru að klúðra auðveldum færum þessa stundina en Snæfell er mun grimmari í fráköstum sem skilur liðin af. Rut Herner Konráðsdóttir smellir einum þrist niður fyrir Valskonur rétt í þessu.Fyrsta leikhluta lokið (19-24) : Gestirnir í Snæfell byrjuðu betur og náðu fljótt forystu. Valskonur voru að hitta illa á löngum köflum og Snæfell gekk á lagið. Jaleesa Butler náði tveimur stigum í loka sókn leiksins. 8: mínúta (13-19) : Snæfell að spila öfluga vörn og Valur á í erfiðleikum með að finna opið skotfæri. Hildur Sigurðardóttir er að spila ágætlega fyrir Snæfell þessa stundina. 6. mínúta (9-12) : Valskonur óheppnar með skot sín hérna í upphafi. Þær eru grimmar í vörninni og hafa stolið tveimur boltum. Jeleesa setti hvorugt vítaskotið niður rétt í þessu. Snæfell er sterkara á upphafsmínútunum.4. mínúta (7-6) : Valskonur að spila góða vörn og Jeleesa að komast á blað í skori.2. mínúta (3-4) : Bæði lið áttu nokkur misheppnuð skot áður en Snæfell skoraði fyrstu stigin. Hildur Sigurðardóttir átti flotta körfu eftir hraðaupphlaup.Fyrir leik: 10 mínútur í leik. Það er ekki hægt að segja að margir hafi lagt leið sína í Vodafonehöllina í kvöld. Eingöngu tveir áhorfendur mættir í stúkuna.Fyrir leik: Hjá Snæfelli er Chynna Brown stigahæst með 20.9 stig í leik. Hún tekur flest fráköst á þessum bæ einnig eða 10.4 fráköst í leik. Hildur Sigurðardóttir er með flestar stoðsendingar í leik eða 6.9 stykki.Fyrir leik: Hjá heimakonum í Val er Jaleesa Butler best í öllum þáttum leiksins. Jaleesa er með 17.9 stig, 12.8 fráköst og 4.6 stoðsendingum að meðaltali í leik.Fyrir leik: Snæfell er í 2. sæti með tólf stig eftir átta leiki. Sex sigrar af átta hjá Hólmurum og liðið lítur vel út. Snæfell sigraði Grindvíkinga í síðasta leik sem var í Stykkishólmi.Fyrir leik: Valur er 6. sæti í deildinni með sex stig eftir átta leiki en þær unnu nágranna sína í KR í síðustu umferð. Valskonum var spáð titlinum þetta árið og það má segja að þær séu að spila vel yfir pari miðað við þá spá.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Vals og Snæfells lýst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Snæfell sigraði Val, 77-74, í 9. umferð Dominos-deildar kvenna í Vodafonehöllinni í kvöld. Gestirnir voru yfir allan leikinn en Valskonur hleyptu spennu í lokamínúturnar. Jaleesa Butler fékk tækifæri að jafna leikinn fyrir Val með lokaskoti en hún hitti því miður ekki fyrir Valskonur í þetta sinn. Það var engu líkar að veðrið hefði áhrif á leikmenn Vals í fyrri hálfleik svo kaldar voru þær. Skotnýting heimastúlkna var vægast sagt léleg fyrstu 20. mínúturnar. Valur spilaði ágætlega á öðrum sviðum en skotin voru ekki að detta. Snæfellingar áttu ekki neinn stjörnuleik í fyrri hálfleik en voru heilt yfir sterkari liðið. Betri nýting ásamt öflugri vörn á köflum skapaði sjö stiga forystu þegar flautað var til hálfleiks. Valskonur eltu allan leikinn og það virtist taka mikinn kraft frá þeim. Undir lok þriðja leikhluta kom jákvæður meðbyr í leik heimastúlkna. Það veitti þeim aukið sjálfstraust inn í síðasta leikhlutann þar sem þær voru betri. Snæfell var komið með 14 stiga forystu eftir þriðja leikhluta. Slakur kafli hjá Snæfelli þegar um þrjár mínútur voru eftir galopnaði leikinn. Valskonur minnkuðu muninn í þrjú stig en þá tók Chynna Brown leikinn í sínar hendur og skoraði tvær körfur í röð. Valur neitaði að gefast upp og fékk tækifæri að jafna leikinn með lokaskoti en skotið geigaði hjá Jaleesa Butler. Snæfell sigraði því leikinn 77-74 og eru í góðum málum í 2. sæti deildarinnar. Chynna Brown var stigahæst hjá gestunum með 29 stig og Jaleesa Butler skoraði 27 stig fyrir Val.Ingi Þór: Þetta var sætur sigur „Við leiddum allan leikinn og þær eltu allan tímann. Það er alltaf erfitt, sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Við tókum frumkvæðið í leiknum og ég er mjög ánægður með það. Við áttum frábæran þriðja leikhluta en alveg skelfilegan fjórða og hleyptum Val inn í þetta.“ „Þá fórum í að reyna halda þessu sem er aldrei gott. En við stigum upp í lokin. Chynna kom með nokkrar mikilvægar körfur og kláraði þetta,“ sagði Ingi og bætti við: „Vinnusemin í liðinu var mikil og við vorum að rífa niður fleiri fráköst. Þetta var sætur sigur,“ sagði Ingi sáttur að lokum.Ágúst: Einu skoti frá framlengingu „Þetta var mjög kaflaskiptur leikur. Við spiluðum mjög vel í síðasta leikhlutanum ásamt nokkrum köflum í leiknum þar sem við náðum að stríða Snæfellsliðinu. En vissulega eltum við allan tíman og það fór mikil orka í það,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „En við vorum samt einu skoti frá því að jafna þetta og fara í framlengingu.“ „Við vorum að klikka á mörgum skotum í þessum leik. Sérstaklega í byrjun leiksins. Þá datt trúin og sjálfstraustið aðeins niður hjá stelpunum,“ „Það er að sjálfsögðu áhyggjuefni að vera með slaka skotnýtingu. Þetta er eitthvað sem við munum skoða. Þær þurfa bara að vera meiri töffarar að klára þessi skot,“ sagði Ágúst að lokum.Leiklýsing Valur - SnæfellLeik lokið (77-74) : Þvílík spenna á lokasekúndunum. Chynna setti virkilega glæsilegt skot niður fyrir gestina þegar 40 sekúndur voru eftir. Chynna setti nákvæmlega eins skot niður þegar 23 sekúndur voru eftir. Chynna kórónaði frábæran leik hjá sér og setti bæði vítaskotin niður eftir að Valskonur brutu á henni. Jaleesa fékk tækifærið að jafna leikinn með loka skoti fyrir utan þriggjastigalínuna en skotið fer ekki ofan í. 38. mínúta (66-70) : Frábær barátta hjá Valsstelpum þessa stundina. Munu þær ná þessu? Valur tekur leikhlé þegar 1:34 eru eftir. 37. mínúta (61-64) : Frábær kafli hjá Valskonum. Fjögur stig í röð og Snæfell tekur strax leikhlé. Hörkuspenna á loka mínútunum. Þriggja stiga leikur.36. mínúta (56-64) : Jaleesa Setti niður mikilvægt skot og minnkar muninn í átta stig. Valur tekur leikhlé. 34. mínúta (54-64) : Bæði lið klúðra hverju skotinu á eftir öðru. 32. mínúta (54-64) : Valur byrjaði með látum í fyrstu sókninni og skoraði þrjú stig. Þá Setti Jeleesa flotta körfu niður í næstu sókn. Tíu stiga munur á liðunum. Þriðja leikhluta lokið (49-63) : Chynna átti glæsilega hreyfingu undir lokin, skorar og vítaskot að auki. Falleg hreyfing. Snæfell virðist ætla að halda þetta út. Valskonur eru að gera þetta erfitt fyrir sig. Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði þriggja stiga flautukörfu. Virkilega vel gert.28. mínúta (47-55) : Snæfell heldur forystunni. 26. mínúta (43-46) : Hraðinn er mikill í leiknum núna. Ragnheiður Benóinsdóttir átti flotta innkomu fyrir Val og skorar í sinni fyrstu sókn. Minnkar muninn fyrir Val. 24. mínúta (39-42) : Hugrún Eva Valdimarsdóttir skoraði flotta körfu fyrir Snæfell en Kristrún Sigurjónsdóttir svarar hinum megin. Komin meira spenna í þetta þessa stundina.22. mínúta (37-40) : Valskonur halda áfram að klúðra auðveldum skotum eins og sniðskotum. En þær eru seigar að ná fráköstum og eru farnar að spila stífa pressu vörn á Snæfell þessa stundina. Valur nýtir vítaskotin ágætlega. Hálfleikur (31-38) : Valskonur áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Hræðileg nýting hjá þeim í skotum er að verða þeim að falli. Jaleesa er þó komin með 14 stig fyrir heimastúlkur. Hildur Sigurðardóttir hefur spilað vel fyrir gestina sem hafa þó ekki átt neinn stjörnuleik. Snæfell fer með sjö stiga forystu inn til búningsklefa.18. mínúta (28-34) : Hildur setur tvö auðveld stökkskot niður í röð fyrir Snæfell. Valskonur eru ekki að nýta úrvalsfæri hinum megin. 16. mínúta (26-30) : Unnur Lára Ásgeirsdóttir reif niður mikilvægt sóknarfrákast fyrir Val og skoraði í kjölfarið. Valskonur að komast meira inn í leikinn og Snæfellingar taka leikhlé. 14. mínúta (24-28) : Skotin eru ekki að detta fyrir heimastúlkur. Lítið skorað og mikið um tæknifeila. Jaleesa heldur þessu gangandi fyrir Val. 12. mínúta (21-25) : Bæði lið eru að klúðra auðveldum færum þessa stundina en Snæfell er mun grimmari í fráköstum sem skilur liðin af. Rut Herner Konráðsdóttir smellir einum þrist niður fyrir Valskonur rétt í þessu.Fyrsta leikhluta lokið (19-24) : Gestirnir í Snæfell byrjuðu betur og náðu fljótt forystu. Valskonur voru að hitta illa á löngum köflum og Snæfell gekk á lagið. Jaleesa Butler náði tveimur stigum í loka sókn leiksins. 8: mínúta (13-19) : Snæfell að spila öfluga vörn og Valur á í erfiðleikum með að finna opið skotfæri. Hildur Sigurðardóttir er að spila ágætlega fyrir Snæfell þessa stundina. 6. mínúta (9-12) : Valskonur óheppnar með skot sín hérna í upphafi. Þær eru grimmar í vörninni og hafa stolið tveimur boltum. Jeleesa setti hvorugt vítaskotið niður rétt í þessu. Snæfell er sterkara á upphafsmínútunum.4. mínúta (7-6) : Valskonur að spila góða vörn og Jeleesa að komast á blað í skori.2. mínúta (3-4) : Bæði lið áttu nokkur misheppnuð skot áður en Snæfell skoraði fyrstu stigin. Hildur Sigurðardóttir átti flotta körfu eftir hraðaupphlaup.Fyrir leik: 10 mínútur í leik. Það er ekki hægt að segja að margir hafi lagt leið sína í Vodafonehöllina í kvöld. Eingöngu tveir áhorfendur mættir í stúkuna.Fyrir leik: Hjá Snæfelli er Chynna Brown stigahæst með 20.9 stig í leik. Hún tekur flest fráköst á þessum bæ einnig eða 10.4 fráköst í leik. Hildur Sigurðardóttir er með flestar stoðsendingar í leik eða 6.9 stykki.Fyrir leik: Hjá heimakonum í Val er Jaleesa Butler best í öllum þáttum leiksins. Jaleesa er með 17.9 stig, 12.8 fráköst og 4.6 stoðsendingum að meðaltali í leik.Fyrir leik: Snæfell er í 2. sæti með tólf stig eftir átta leiki. Sex sigrar af átta hjá Hólmurum og liðið lítur vel út. Snæfell sigraði Grindvíkinga í síðasta leik sem var í Stykkishólmi.Fyrir leik: Valur er 6. sæti í deildinni með sex stig eftir átta leiki en þær unnu nágranna sína í KR í síðustu umferð. Valskonum var spáð titlinum þetta árið og það má segja að þær séu að spila vel yfir pari miðað við þá spá.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Vals og Snæfells lýst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira