„Erfitt að mæta í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara“ Boði Logason skrifar 15. nóvember 2013 15:28 Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fór í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í síðustu viku. Ástæðan er sú að fyrir um tveimur árum síðar fór Seðlabanki Íslands í húsleit hjá Samherja, vegna gruns um að Samherji væri að flytja fisk til dótturfyrirtækja í Þýskalandi á undirverði. Það mál er nú komið til Sérstaks saksóknara. Í bréf sem Þorsteinn skrifar til starfsmanna sinna, og er birt á vef Samherja, í dag segist hann fagna því að komin sé hreyfing á málið og að sjónarmið Samherja fái að koma fram enda hafi embættinu hingað til ekki þótt ástæða til að tala við forsvarsmenn Samherja. Þorsteinn segir að erfitt hafi verið að mæta í skýrslutökuna með réttarstöðu manns sem grunaður er um afbrot. Segist hann vona að málinu ljúki sem fyrsti, og efist ekki um niðurstöðuna. Pistil Þorsteins má lesa hér að neðan.Ágætu starfsmenn Samherja.Í síðustu viku var ég loks kvaddur til skýrslutöku vegna máls Seðlabanka Íslands sem hófst með húsleitinni hjá okkur fyrir nær tveimur árum. Fagna má því að nú skuli vera komin hreyfing á málið og að okkar sjónarmið fái að koma fram en hingað til hefur ekki þótt ástæða til að tala við okkur. Hins vegar þótti mér auðvitað erfitt að þurfa að mæta í þessa skýrslutöku hjá Sérstökum saksóknara með réttarstöðu manns sem grunaður er um afbrot. Það á við um mig eins og ykkur öll; við vinnum okkar störf af heiðarleika og samviskusemi. Annað hvarflar ekki að neinu okkar.Við skýrslutökuna kom betur í ljós en áður hvað Samherji á að hafa brotið af sér að mati Seðlabanka Íslands. Annars vegar er um að ræða verðlagningu á fiskafurðum til útflutnings og hins vegar ætluð brot á skilaskyldu á gjaldeyri í fyrirtækjum tengdum Samherja erlendis Þessi meintu brot eru ólík að eðli og umfangi.Umsvif okkar í fiskútflutningi eru ein þau mestu meðal íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Kæra Seðlabankans lítur að mjög afmörkuðum hluta þessa útflutnings sem eru 5 tonn af bleikju, 300 tonn af ufsa og 1800 tonn af karfa yfir þriggja ára tímabil. Umfangið samsvarar hálfs dags veltu fyrirtækisins á ársgrundvelli. Ætluð brot í þessum tilfellum eiga að vera þau, að viðskipti hafi átt sér stað milli tengdra aðila á lakari kjörum en tíðkast í viðskiptum óskyldra aðila. Á sama tíma hefur Samherji flutt inn fisk til vinnslu frá tengdum aðilum sem í heild eru nálægt 6000 tonn og er fimmfalt verðmeiri en sá útflutningur sem til skoðunar er.Hjá Samherja hefur farið fram ítarleg rannsókn á þessum ásökunum og hefur ekkert athugavert fundist varðandi viðskipti eða starfshætti félagsins sem réttlætt getur þær aðgerðir sem félagið hefur verið beitt af hálfu Seðlabanka Íslands. Satt að segja hvarflar oft að mér að þessi þáttur rannsóknar Seðlabankans sé tilbúningur einn, til þess gerður að finna tilefni til að ráðast inn á skrifstofur okkar í leit að öðrum sakarefnum. Svo rangir voru útreikningarnir og langsóttar ásakanirnar.Síðari hluti rannsóknarinnar snýst um brot á skilaskyldu á gjaldeyri hjá fyrirtækjum sem tengjast okkur erlendis. Umfang þessa hlutar rannsóknarinnar er mun meira. Ég fæ ekki betur séð en að röksemdafærsla Seðlabankans sé sú að erlendu félögin séu í raun íslensk og eigi því að falla undir reglur um skil á gjaldeyri.Þannig er t.a.m. litið á pólska fyrirtækið Atlantex, sem er í eigu Samherja, sem íslenskt fyrirtæki, þrátt fyrir að starfsemi þess hafi ætíð verið í Póllandi. Fyrirtækið fær úthlutaðar aflaheimildir innan ESB sem eingöngu fyrirtæki með starfsemi innan sambandsins hafa aðgang að. Þessi túlkun Seðlabankans á gjaldeyrislögunum verður að teljast nokkuð rúm og í raun ótrúleg, enda um að ræða fyrirtæki sem er að öllu leyti með starfsemi innan annars erlends ríkis.Frá því að gjaldeyrishöftum var komið á á Íslandi hefur Samherji leitast við að aðlaga starfsemi sína að breyttum aðstæðum og kallað eftir leiðbeiningum stjórnvalda í þeim efnum. Mjög hefur skort á að Seðlabankinn hafi sinnt þeirri lögbundnu leiðbeiningarskyldu sinni. Samherji hefur lagt sig fram um að fara í einu og öllu að þeim reglum sem gilda á hverjum tíma.Samherji hefur áður vakið athygli á þeirri staðreynd að félagið og tengd félög hafa ekki fengið endurútreiknuð eða felld niður lán, hvorki afborganir né vexti. Undanfarin ár hafa miklir fjármunir verið nýttir til að greiða niður skuldir samstæðunnar við lánadrottna á Íslandi og minnka þannig endurfjármögnunarþörf hennar. Fjármagn til þessa hefur að stórum hluta komið frá erlendum dótturfélögum Samherja sem eru ekki skilaskyld. Þannig hefur mun meira af erlendu fjármagni samstæðunnar komið til landsins en gjaldeyrislög kveða á um.Ágætu starfsmenn.Það er þó ánægjuefni að hafa loks fengið einhverjar upplýsingar um það að hverju rannsókn Seðlabanka Íslands hefur beinst. Það gefur okkur færi á að verjast af þeim þunga sem nauðsynlegt er. Rannsóknin hefur reynt mikið á okkur öll en samt sem áður höfum við haldið einbeitingunni og gætt að rekstrinum af þeirri samviskusemi sem starfsfólk Samherja er þekkt fyrir. Við skulum standa keik og halda störfum okkar áfram eins og við erum vön. Vonandi lýkur þessu máli sem fyrst. Um niðurstöðuna efast ég ekki.Bestu kveðjur,Þorsteinn Már Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fór í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í síðustu viku. Ástæðan er sú að fyrir um tveimur árum síðar fór Seðlabanki Íslands í húsleit hjá Samherja, vegna gruns um að Samherji væri að flytja fisk til dótturfyrirtækja í Þýskalandi á undirverði. Það mál er nú komið til Sérstaks saksóknara. Í bréf sem Þorsteinn skrifar til starfsmanna sinna, og er birt á vef Samherja, í dag segist hann fagna því að komin sé hreyfing á málið og að sjónarmið Samherja fái að koma fram enda hafi embættinu hingað til ekki þótt ástæða til að tala við forsvarsmenn Samherja. Þorsteinn segir að erfitt hafi verið að mæta í skýrslutökuna með réttarstöðu manns sem grunaður er um afbrot. Segist hann vona að málinu ljúki sem fyrsti, og efist ekki um niðurstöðuna. Pistil Þorsteins má lesa hér að neðan.Ágætu starfsmenn Samherja.Í síðustu viku var ég loks kvaddur til skýrslutöku vegna máls Seðlabanka Íslands sem hófst með húsleitinni hjá okkur fyrir nær tveimur árum. Fagna má því að nú skuli vera komin hreyfing á málið og að okkar sjónarmið fái að koma fram en hingað til hefur ekki þótt ástæða til að tala við okkur. Hins vegar þótti mér auðvitað erfitt að þurfa að mæta í þessa skýrslutöku hjá Sérstökum saksóknara með réttarstöðu manns sem grunaður er um afbrot. Það á við um mig eins og ykkur öll; við vinnum okkar störf af heiðarleika og samviskusemi. Annað hvarflar ekki að neinu okkar.Við skýrslutökuna kom betur í ljós en áður hvað Samherji á að hafa brotið af sér að mati Seðlabanka Íslands. Annars vegar er um að ræða verðlagningu á fiskafurðum til útflutnings og hins vegar ætluð brot á skilaskyldu á gjaldeyri í fyrirtækjum tengdum Samherja erlendis Þessi meintu brot eru ólík að eðli og umfangi.Umsvif okkar í fiskútflutningi eru ein þau mestu meðal íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Kæra Seðlabankans lítur að mjög afmörkuðum hluta þessa útflutnings sem eru 5 tonn af bleikju, 300 tonn af ufsa og 1800 tonn af karfa yfir þriggja ára tímabil. Umfangið samsvarar hálfs dags veltu fyrirtækisins á ársgrundvelli. Ætluð brot í þessum tilfellum eiga að vera þau, að viðskipti hafi átt sér stað milli tengdra aðila á lakari kjörum en tíðkast í viðskiptum óskyldra aðila. Á sama tíma hefur Samherji flutt inn fisk til vinnslu frá tengdum aðilum sem í heild eru nálægt 6000 tonn og er fimmfalt verðmeiri en sá útflutningur sem til skoðunar er.Hjá Samherja hefur farið fram ítarleg rannsókn á þessum ásökunum og hefur ekkert athugavert fundist varðandi viðskipti eða starfshætti félagsins sem réttlætt getur þær aðgerðir sem félagið hefur verið beitt af hálfu Seðlabanka Íslands. Satt að segja hvarflar oft að mér að þessi þáttur rannsóknar Seðlabankans sé tilbúningur einn, til þess gerður að finna tilefni til að ráðast inn á skrifstofur okkar í leit að öðrum sakarefnum. Svo rangir voru útreikningarnir og langsóttar ásakanirnar.Síðari hluti rannsóknarinnar snýst um brot á skilaskyldu á gjaldeyri hjá fyrirtækjum sem tengjast okkur erlendis. Umfang þessa hlutar rannsóknarinnar er mun meira. Ég fæ ekki betur séð en að röksemdafærsla Seðlabankans sé sú að erlendu félögin séu í raun íslensk og eigi því að falla undir reglur um skil á gjaldeyri.Þannig er t.a.m. litið á pólska fyrirtækið Atlantex, sem er í eigu Samherja, sem íslenskt fyrirtæki, þrátt fyrir að starfsemi þess hafi ætíð verið í Póllandi. Fyrirtækið fær úthlutaðar aflaheimildir innan ESB sem eingöngu fyrirtæki með starfsemi innan sambandsins hafa aðgang að. Þessi túlkun Seðlabankans á gjaldeyrislögunum verður að teljast nokkuð rúm og í raun ótrúleg, enda um að ræða fyrirtæki sem er að öllu leyti með starfsemi innan annars erlends ríkis.Frá því að gjaldeyrishöftum var komið á á Íslandi hefur Samherji leitast við að aðlaga starfsemi sína að breyttum aðstæðum og kallað eftir leiðbeiningum stjórnvalda í þeim efnum. Mjög hefur skort á að Seðlabankinn hafi sinnt þeirri lögbundnu leiðbeiningarskyldu sinni. Samherji hefur lagt sig fram um að fara í einu og öllu að þeim reglum sem gilda á hverjum tíma.Samherji hefur áður vakið athygli á þeirri staðreynd að félagið og tengd félög hafa ekki fengið endurútreiknuð eða felld niður lán, hvorki afborganir né vexti. Undanfarin ár hafa miklir fjármunir verið nýttir til að greiða niður skuldir samstæðunnar við lánadrottna á Íslandi og minnka þannig endurfjármögnunarþörf hennar. Fjármagn til þessa hefur að stórum hluta komið frá erlendum dótturfélögum Samherja sem eru ekki skilaskyld. Þannig hefur mun meira af erlendu fjármagni samstæðunnar komið til landsins en gjaldeyrislög kveða á um.Ágætu starfsmenn.Það er þó ánægjuefni að hafa loks fengið einhverjar upplýsingar um það að hverju rannsókn Seðlabanka Íslands hefur beinst. Það gefur okkur færi á að verjast af þeim þunga sem nauðsynlegt er. Rannsóknin hefur reynt mikið á okkur öll en samt sem áður höfum við haldið einbeitingunni og gætt að rekstrinum af þeirri samviskusemi sem starfsfólk Samherja er þekkt fyrir. Við skulum standa keik og halda störfum okkar áfram eins og við erum vön. Vonandi lýkur þessu máli sem fyrst. Um niðurstöðuna efast ég ekki.Bestu kveðjur,Þorsteinn Már
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira