Viðskipti innlent

Nýr framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf.

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Félagsbústaðir hf. leigja út ríflega 2.200 félagslegar íbúðir í Reykjavík.
Félagsbústaðir hf. leigja út ríflega 2.200 félagslegar íbúðir í Reykjavík. Mynd/Vilhelm
Auðunn Freyr Ingvarsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf. og mun hann hefja störf 1. desember næstkomandi. Auðun tekur við keflinu af Sigurði Kr. Friðrikssyni sem stýrt hefur fyrirtækinu frá stofnun þess árið 1997.

Félagsbústaðir eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem á og leigir út ríflega 2.200 félagslegar íbúðir í Reykjavík. Árlegar tekjur félagsins eru yfir 3 milljarðar og stærð efnahagsreikning þess yfir 40 milljarðar, segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Auðun Freyr var framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Green in Blue og unnið sem sjálfstæður ráðgjafi. Þá hefur hann setið í stjórn Distica hf og Félagsbústaða hf, auk fleiri fyrirtækja hér á landi og erlendis. Á árunum 2006-2009 var Auðun framkvæmdastjóri hjá Norvik Group þar sem hann stýrði rekstri og uppbyggingu iðnfyrirtækja Norvik í Evrópu og Rússlandi. Áður var hann sjálfstætt starfandi ráðgjafi við verkefnisstjórnun og stjórnun nýframkvæmda fyrir íslensk fyrirtæki, BYKO, Orkuveitu Reykjavíkur, ÁTVR og Steinullarverksmiðjuna.

Auðun Freyr en menntaður véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaranámi í aðgerðagreiningu frá Cornell árið 2004. Þá lauk hann meistaranámi í viðskiptum og stjórnun frá Stanford árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×