Fótbolti

Ronaldo með tvö mörk og Bale með tvær stoðsendingar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty
Real Madrid er sex stigum á eftir Barcelona eftir nauman 3-2 útisigur á Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í leiknum og Gareth Bale lagði upp tvö.

Real Madrid liðið komst í 3-0 í leiknum en var heppið að fá ekki á sig jöfnunarmark á lokakafla leiksins.

Real Madrid er með 28 stig sem er sex stigum minna en topplið Barcelona og tveimur stigum minna en Atlético Madrid sem á leik inni á morgun.

Cristiano Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins strax á 3. mínútu eftir að hafa klobbað illa varnarmann Vallecano. Karim Benzema skoraði annað markið á 31. mínútu eftir sendingu Gareth Bale en í millitíðinni skoraði Rayo Vallecano mark sem var dæmt af.

Cristiano Ronaldo skoraði þriðja mark Real Madrid af stuttu færi á 48. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Gareth Bale.

Rayo Vallecano fékk tvö víti með tveggja mínútna millibili og Jonathan Viera skoraði úr þeim báðum. Það var því mikil spennan í leiknum allt til loka.

Liðsmenn Rayo Vallecano börðust hetjulega í kvöld en vantaði kannski að heppnina og nokkrir dómar féllu með þeim í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×