Körfubolti

Langþráður sigur hjá Valskonum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jaleesa Butler.
Jaleesa Butler. Mynd/Stefán
Jaleesa Butler var með þrennu þegar Valur vann níu stiga sigur á Njarðvík, 92-83, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í leik liðanna í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag. Butler var með 24 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum.

Valskonur, sem spáð var Íslandsmeistaratitlinum fyrir mótið, voru búnar að tapa fimm leikjum í röð fyrir leikinn í dag. Þetta var aftur á móti fjórða tap Njarðvíkurstelpna í röð.

Njarðvíkurliðið var 49-46 yfir í hálfleik en Valsliðið lagði grunninn að sigrinum sem frábærum þriðja leikhluta sem liðið vann 26-8. Jaleesa Butler skoraði 12 stig í leikhlutanum.

Unnur Lára Ásgeirsdóttir skoraði 19 stig fyrir Val í leiknum (hitti úr 7 af 11 skotum) og Ragna Margrét Brynjarsdóttir var með 16 stig. Svava Ósk Stefánsdóttir skoraði 19 stig fyrir Njarðvík, Erna Hákonardóttir var með 14 stig og Jasmine Beverly bætti við 11 stigum og 13 fráköstum.

Það dugði ekki Njarðvíkurliðinu að skora fjórtán þriggja stiga körfur í leiknum en Valsliðið skoraði aðeins tvo þrista í leiknum.



Njarðvík-Valur 83-92 (21-23, 28-23, 8-26, 26-20)

Njarðvík: Svava Ósk Stefánsdóttir 19, Erna Hákonardóttir 14, Jasmine Beverly 11/13 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 10, Sara Dögg Margeirsdóttir 8, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 7, Heiða B. Valdimarsdóttir 5, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 3, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Salbjörg Sævarsdóttir 2/5 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 2.

Valur: Jaleesa Butler 24/13 fráköst/11 stoðsendingar, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 19, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 9, Kristrún Sigurjónsdóttir 9, Þórunn Bjarnadóttir 7/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 4, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Rut Herner Konráðsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×