Gold Panda kveikti í Hafnarhúsinu Jón Júlíus Karlsson skrifar 4. nóvember 2013 07:00 Gold Panda náði meðal annars að kveikja á brunavarnarkerfi Hafnarhússins. Fréttablaðið/Arnþór Gold Panda Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn ReykjavíkurÞað var frábær stemning á tónleikum raftónlistarmannsins Gold Panda sem fram fóru á laugardagskvöld í Listasafni Reykjavíkur. Gold Panda gaf nýverið frá sér plötuna Half of Where You Live og hefur kappinn verið að fylgja plötunni eftir með tónleikum víða um heim að undanförnu. Það var þétt staðið í Hafnarhúsi á tónleikum Gold Panda en fljótlega eftir að tónleikarnir hófust náði dansinn völdum. Segja má að Gold Panda hafi tekist að kveikja vel í tónleikagestum í Hafnarhússins og rúmlega það. Brunavarnakerfið á efri hæð staðarins fór í gang á miðjum tónleikunum en það hafði engin áhrif á tónleikagesti né raftónlistarmanninn sjálfan. Gleðin skein úr andlitum tónleikagesta sem kunnu greinilega vel að meta nýju lögin frá Gold Panda.Niðurstaða: Mjög vel heppnaðir tónleikar Gold Panda í Listasafni Reykjavíkur þar sem sem dansinn tók fljótlega völdin. Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Gold Panda Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn ReykjavíkurÞað var frábær stemning á tónleikum raftónlistarmannsins Gold Panda sem fram fóru á laugardagskvöld í Listasafni Reykjavíkur. Gold Panda gaf nýverið frá sér plötuna Half of Where You Live og hefur kappinn verið að fylgja plötunni eftir með tónleikum víða um heim að undanförnu. Það var þétt staðið í Hafnarhúsi á tónleikum Gold Panda en fljótlega eftir að tónleikarnir hófust náði dansinn völdum. Segja má að Gold Panda hafi tekist að kveikja vel í tónleikagestum í Hafnarhússins og rúmlega það. Brunavarnakerfið á efri hæð staðarins fór í gang á miðjum tónleikunum en það hafði engin áhrif á tónleikagesti né raftónlistarmanninn sjálfan. Gleðin skein úr andlitum tónleikagesta sem kunnu greinilega vel að meta nýju lögin frá Gold Panda.Niðurstaða: Mjög vel heppnaðir tónleikar Gold Panda í Listasafni Reykjavíkur þar sem sem dansinn tók fljótlega völdin.
Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira