Sport

Þjálfari Houston Texans hneig niður í miðjum leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá Gary Kubiak, þjálfara Houston Texans.
Hér má sjá Gary Kubiak, þjálfara Houston Texans. nordicphotos/getty
Gary Kubiak, þjálfari Houston Texans, hneig niður er hann gekk inn til búningsherbergja í hálfleik og var um leið fluttur með sjúkrabíl á spítala.

Houston Texans tapaði gegn Indianapolis Colts, 27-24, í bandarísku NFL deildinni í gær en atvikið skyggði mjög svo á leikinn sjálfan.

Kubiak missti aldrei meðvitund og samkvæmt fréttum að utan fékk þessi 52 ára þjálfari ekki hjartaáfall.

„Vonandi verður Gary kominn á fullt ról á morgun,“ sagði Rick Smith, framkvæmdarstjóri liðsins, í viðtalið við NBC eftir leikinn.

„Þetta lítur vel út og eftir þeim upplýsingum sem ég hef fengið fékk hann ekki hjartaáfall,“ en óttast var um að Kubiak væri alvarlega veikur og mikill ótti greip um alla sem á vellinum voru.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×