Fótbolti

Blatter sér eftir því að hafa grínast með hárið hans Ronaldo

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Mynd/NordicPhotos/Getty
Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur skrifað afsökunarbréf til Real Madrid þar sem hann baðst afsökunar á ummælum sínum um Cristiano Ronaldo sem vöktu mjög hörð viðbrögð úr herbúðum Real Madrid.

Þegar nemar í Oxford-háskólanum í Englandi báði Blatter um að bera saman þá Cristiano Ronaldo og Lionel Messi þá sagði hann að annar eyddi mun meiru í hárið sitt en hinn.

Sepp Blatter reyndi að útskýra það í bréfinu sínu að hann hafi bara verið að grínast og að hann beri mikla virðingu fyrir Cristiano Ronaldo.

Cristiano Ronaldo er að flestum talinn verða lang-næstbesti leikmaður heims og hann hefur verið í miklu markastuði það sem af er í Meistaradeildinni.

„Ég vil hafa það á hreinu að ég tel að Cristiano Ronaldo sé á sama plani og Messi. Þeir eru báðir stórkostlegir leikmenn hvor á sinn hátt. Ég biðst afsökunar á því að hafa sært menn með þessum orðum mínum," skrifaði Sepp Blatter meðal annars í bréfið sitt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×