Fótbolti

Hvor þeirra missir af HM í Brasilíu?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Zlatan og Ronaldo takast í hendur fyrir æfingaleik PSG og Real Madrid í sumar.
Zlatan og Ronaldo takast í hendur fyrir æfingaleik PSG og Real Madrid í sumar. Nordicphotos/Getty
Fjölmargir knattspyrnuunnendur um heim allan urðu fyrir vonbrigðum í dag þegar niðurstaðan í umspilsdrættinum var ljós.

Portúgal og Svíþjóð voru fyrstu liðin sem komu upp úr skálunum. Fyrir vikið er ljóst að annaðhvort Zlatan Ibrahimovic, framherji Svía, eða Cristiano Ronaldo, kantmaður Portúgala, mun ekki spila á heimsmeistaramótinu.

Ljóst er að margir eru svekktir með þá staðreynd. Á hinn bóginn verður gaman að fylgjast með einvígi leikmannanna þegar þeir reyna hvað þeir geta að koma þjóð sinni á HM í sannkölluðum stórstjörnuslag.

Umspilsleikirnir

Portúgal - Svíþjóð

Úkraína - Frakkland

Grikkland - Rúmenía

Ísland - Króatía

Fyrri leikirnir fara fram á heimavelli fyrrnefndu þjóðanna föstudaginn 15. nóvember. Sá síðari fer fram þriðjudaginn 19. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×