Körfubolti

Helena frá í hálfan mánuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. Mynd/Daníel
Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta og leikmaður ungverska liðsins DVTK Miskolc, er ekki enn orðin góð af kálfameiðslunum sem hafa verið að angra hana í upphafi tímabilsins.

Helena var ekki með liði sínu um helgina þegar DVTK Miskolc vann flottan útisigur á PINKK Pécsi 424, 70-77, í Mið-Evrópu deildinni.  

Vöðvi er trosnaður í öðrum kálfanum hjá Helenu og á karfan.is kemur fram að Helena verði frá næsta hálfa mánuðinn.

Lettneski miðherjinn Liene Jansone var með 20 stig fyrir Miskolc, bandaríski bakvörðurinn Brittainey Raven skoraði 19 stig og bandaríski framherjinn Rebecca Tobin var með með 14 stig. DVTK Miskolc hefur unnið þremur af fimm leikjum sínum og er í fjórða sæti deildarinnar.  

Helena hefur aðeins náð að spila samtals í 48 mínútur í þremur leikjum sínum Mið-Evrópudeildinni en hefur skorað á þeim 33 stig eða 11,0 stig að meðaltali á 16.0 mínútum í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×