Fótbolti

Torres: Ég öskraði á Eden að gefa boltann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Mynd/NordicPhotos/Getty
Fernando Torres, framherji Chelsea, skoraði tvö mörk í 3-0 útisigri á þýska liðinu Schalke í Meistaradeildinni í kvöld en Þjóðverjarnir voru ekki búnir að fá á sig mark eftir tvo fyrstu leikina.

„Það er mjög mikil samkeppni um framherjastöðuna í Chelsea-liðinu enda erum við með þrjá mjög góða framherja. Við spilum bara svo marga leiki þannig að við verðum allir að vera tilbúnir," sagði Fernando Torres við BBC eftir leikinn.

Fernando Torres var þarna að skora fyrstu mörkin sín í Meistaradeildinni á þessu tímabili en hann var bara búinn að spila í tíu mínútur í tveimur fyrstu Meistaradeildarleikjunum fyrir leikinn í kvöld.

Torres skoraði tvö fyrstu mörk Chelsea í leiknum og þau komu bæði með skalla eftir föst leikatriði frá Frank Lampard.  Eden Hazard skoraði síðan þriðja markið undir lokin þegar hann gat auðveldlega leyft Torres að kóróna þrennuna.

„Ég öskraði á Eden gefa boltann en ég er ánægður fyrir hans hönd og hann er að spila vel. Við verðum að halda áfram á þessari braut. Við erum með ungt lið, nýjan stjóra og nýja leikmenn. Það tekur tíma að spila liðið saman en við erum að bæta okkar leik," sagði Torres kátur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×