Fótbolti

Jafnt í Íslendingaslagnum í Danmörku

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND/HEIMASÍÐA RANDERS
Randers og FC Kaupmannahöfn skildu jöfn 1-1 í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Randers líkt og Ragnar Sigurðsson gerði fyrir FCK.

Rúrik Gíslason lék síðustu 27 mínútur leiksins fyrir FCK.

Randers komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Nicolai Brock-Madsen skoraði.

Allt benti til þess að Randers næði að innbyrða mikilvægan sigur á heimavelli en allt kom fyrir ekki því Lars Jacobsen jafnaði metin á 91. mínútu og tryggði FCK stig.

Theodór Elmar fékk að líta gula spjaldið á 15. mínútu en Randers er nú í 9. sæti með 15 stig eftir 13 leiki og FCK í 6. sæti með 17 stig í mjög jafnri deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×