„Getum ekki boðið upp á aukasýningu eins og Björgvin Halldórsson“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2013 09:27 Þórir Hákonarson mynd/vilhelm Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að farið hafi verið að leiðbeiningum söluaðilans Mida.is þegar ákvörðun var tekin að setja miða á landsleik Íslands og Króatíu í sölu klukkan 4 í nótt. Tilkynnt var á heimasíðu KSÍ í gær að miðar færu í sölu í dag. Þó kom ekki fram klukkan hvað miðasala hæfist en heimildir Vísis herma að ákvörðunin hafi verið meðvituð þar sem talið var að sölukerfið myndi hrynja yrði álag of mikið.Sparkspekingar úthúða KSÍ Þórir sagðist ekki vita nákvæmlega hve margir miðar fóru í sölu til almennings í nótt og sömuleiðis hve margir hefðu farið til styrktaraðila. „Við fórum þessa leið í samráði við starfsmenn midi.is en við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að eftirspurnin eftir miða á leikinn yrði gríðarleg,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Það var vitað fyrir að eftirspurnin eftir miðum á leikinn væri mun meiri en venjulega en líklega hefðum við getað selt yfir 25.000 miða.“ „Núna þurfum við alvarlega að skoða þann möguleika að fólk fái að leggja inn pöntun fyrir miðum um mánuði fyrir leik og í framhaldinu af því yrði happadrætti um lausa miða eins og þekkist erlendis.“Mynd/VilhelmFólk óskar eftir miðum á Bland Að sögn Þóris fengu Króatar eitt þúsund miða en til að mynda fyrir leikinn gegn Kýpverjum voru engir miðar fráteknir fyrir stuðningsmenn Kýpur. „Handhafar A-passa sem eru dómarar, starfsmenn og blaðamenn eru samtals 240 miðar og við reyndum að halda þeirri tölu eins lágri og mögulegt er. Samstarfsaðilar KSÍ fengu einnig ákveðið magn af miðum en ég á eftir að taka það almennilega saman hversu margir miðar það eru. Við reynum ávallt að halda öllu slíku í algjöru lágmarki.“ „Við einfaldlega búum ekki við það landslag eins og Björgvin Halldórsson og aðrir tónlistamenn að bjóða uppá aukasýningu.“ Þórir útilokar ekki að leikurinn verði sýndur risaskjá í Laugardalhöll eða einhverjum slíkum stað.Mynd/VilhelmFengu ekki miða og eru hundfúl.Uppfært: Þórir Hákonarson sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Bítið á Bylgjunni að um 1000 til 1500 miðar hefðu farið til samstarfsaðila. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan. Landsleikur Íslands og Króatíu fer fram á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 15. nóvember. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30 "KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Margir Íslendingar hafa brugðist illa við fréttum af því að uppselt hafi orðið um miðja nótt á landsleikinn. 29. október 2013 09:32 Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00 Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að farið hafi verið að leiðbeiningum söluaðilans Mida.is þegar ákvörðun var tekin að setja miða á landsleik Íslands og Króatíu í sölu klukkan 4 í nótt. Tilkynnt var á heimasíðu KSÍ í gær að miðar færu í sölu í dag. Þó kom ekki fram klukkan hvað miðasala hæfist en heimildir Vísis herma að ákvörðunin hafi verið meðvituð þar sem talið var að sölukerfið myndi hrynja yrði álag of mikið.Sparkspekingar úthúða KSÍ Þórir sagðist ekki vita nákvæmlega hve margir miðar fóru í sölu til almennings í nótt og sömuleiðis hve margir hefðu farið til styrktaraðila. „Við fórum þessa leið í samráði við starfsmenn midi.is en við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að eftirspurnin eftir miða á leikinn yrði gríðarleg,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Það var vitað fyrir að eftirspurnin eftir miðum á leikinn væri mun meiri en venjulega en líklega hefðum við getað selt yfir 25.000 miða.“ „Núna þurfum við alvarlega að skoða þann möguleika að fólk fái að leggja inn pöntun fyrir miðum um mánuði fyrir leik og í framhaldinu af því yrði happadrætti um lausa miða eins og þekkist erlendis.“Mynd/VilhelmFólk óskar eftir miðum á Bland Að sögn Þóris fengu Króatar eitt þúsund miða en til að mynda fyrir leikinn gegn Kýpverjum voru engir miðar fráteknir fyrir stuðningsmenn Kýpur. „Handhafar A-passa sem eru dómarar, starfsmenn og blaðamenn eru samtals 240 miðar og við reyndum að halda þeirri tölu eins lágri og mögulegt er. Samstarfsaðilar KSÍ fengu einnig ákveðið magn af miðum en ég á eftir að taka það almennilega saman hversu margir miðar það eru. Við reynum ávallt að halda öllu slíku í algjöru lágmarki.“ „Við einfaldlega búum ekki við það landslag eins og Björgvin Halldórsson og aðrir tónlistamenn að bjóða uppá aukasýningu.“ Þórir útilokar ekki að leikurinn verði sýndur risaskjá í Laugardalhöll eða einhverjum slíkum stað.Mynd/VilhelmFengu ekki miða og eru hundfúl.Uppfært: Þórir Hákonarson sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Bítið á Bylgjunni að um 1000 til 1500 miðar hefðu farið til samstarfsaðila. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan. Landsleikur Íslands og Króatíu fer fram á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 15. nóvember.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30 "KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Margir Íslendingar hafa brugðist illa við fréttum af því að uppselt hafi orðið um miðja nótt á landsleikinn. 29. október 2013 09:32 Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00 Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30
"KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Margir Íslendingar hafa brugðist illa við fréttum af því að uppselt hafi orðið um miðja nótt á landsleikinn. 29. október 2013 09:32
Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00
Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39