Viðskipti erlent

Netflix íhugar að framleiða eigin kvikmyndir

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Nú hefur Netflix velt þeirri hugmynd upp að framleiða kvikmyndir sem myndu fara í sýningar á netinu og í kvikmyndahúsum á sama tíma.
Nú hefur Netflix velt þeirri hugmynd upp að framleiða kvikmyndir sem myndu fara í sýningar á netinu og í kvikmyndahúsum á sama tíma.
Fyrirtækið Netflix mun hugsanlega framleiða sínar eigin kvikmyndir í framtíðinni og deila þeim á vefnum. Á þessu ári hófu þeir að framleiða þætti, til dæmis Orange Is The New Black og House Of Cards, sem slógu í gegn. All Things D segir frá.

Nú hefur Netflix velt þeirri hugmynd upp að framleiða kvikmyndir sem myndu fara í sýningar á netinu og í kvikmyndahúsum á sama tíma.

Ted Sarandos, yfirmaður hjá Netflix, segir að fyrirtækið hafi mikinn áhuga á því að gera það sama með kvikmyndir og gert hafi verið með sjónvarpsþætti. Og hann spyr af hverju ætti þetta ekki að gilda um stórar kvikmyndir eins og sjónvarpsþætti? Neytandinn ætti að geta fengið að ráða því hvenær hann horfir á það sem hann vill.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×