Fótbolti

Guðbjörg hélt hreinu í sigri - Telma norskur meistari

Eyþór Atli Einarsson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Guðbjörg Gunnarsdóttir Mynd/NordicPhotos/Getty
Íslenskar stúlkur voru í eldlínunni í norsku kvennaknattspyrnunni. Avaldsnes með Guðbjörgu Gunnarsdóttur, Þórunni Helgu Jónsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur innanborðs sigraði Arna Björnar 1-0 á útivelli og var Þórunni skipt út af á 68. mínútu en hinar tvær spiluðu allan leikinn.

Stabæk, með Telmu Hjaltalín Þrastardóttur, tryggði sér meistaratitilinn með 4-1 sigri á Kolbotn. Telma sat allan tímann á varamannabekknum en hjá Kolbotn spilaði Fanndís Friðriksdóttir allan leikinn.

Þegar tvær umferðir eru eftir í deildinni er Stabæk með átta stiga forystu á Lilleström en Avaldsnes háir harða baráttu við Arna Björnar um þriðja sætið þar sem síðarnefnda liðið hefur þriggja stiga forystu. Kolbotn er í fimmta sæti fjórum stigum á eftir Avaldsnes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×