Teitur: Góður tími fyrir Ísland að mæta Noregi Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar 13. október 2013 20:52 Teitur Þórðarson metur möguleika Íslands gegn Noregi á þriðjudaginn mjög góða en þjóðirnar mætast þá á Ullevaal-leikvanginum í Osló í síðasta leik þjóðanna í undankeppni HM í Brasilíu. „Ég held að möguleikarnir séu bara mjög góðir. Það er náttúrulega enginn vafi á því að íslenska liðið hefur verið að standa sig gífurlega vel og það sjáum við á þessum úrslitum sem hafa orðið. Möguleikarnir eru fyrir hendi að ná í sæti til þess að eiga séns á því að komast áfram," segir Teitur Þórðarson, sem nú þjálfar norska liðið Funnefoss/Vormsund IL í norsku D-deildinni. Íslenska liðið á mjög góða möguleika á að tryggja sér sæti í umspilinu en Norðmenn eru úr leik fyrir lokaumferðina. „Á sama tíma er norska liðið búið að vera í ströggli. Ýmislegt hefur gerst þar. Meðal annars er búið að skipta um þjálfara og það hefur alveg örugglega sitt að segja. Nú byrjuðu þeir með Per Mathias Høgmo í síðasta leik og það gekk ekki svo rosalega vel. Það er nú ekki hægt að kenna honum um það því hann hafði nú ekki svo mikinn tíma til að undirbúa liðið," segir Teitur. Teitur segir það ætti að koma sér vel fyrir íslenska liðið að mæta norska landsliðinu á þessum tímapunkti. „Ég reikna nú með að liðið eigi eftir að skána eftir því sem tíminn líður. Þannig að ég held að tímapunkturinn sé þannig lagað mjög góður fyrir Ísland. Norðmennirnir eru pottþétt óöruggir því það eru ýmsar breytingar og þeir tapa síðasta leik 3-0 og það er ekki spurning að það skapar óöryggi og þar af leiðandi held ég að Íslendingar hafi mjög góðan möguleika á að ráðast á þá," segir Teitur. „Það er langt síðan norska liðið hefur verið í svona mikilli lægð. Þetta hefur svona hægt og sígandi verið að gerast og ég held að ein af aðalástæðunum fyrir því sé sú að ef maður kíkir svona 7-8 ár aftur í tímann þá átti Noregur talsvert mikið af góðum leikmönnum í góðum klúbbum úti í Evrópu. Það er bara ekki tilfellið núna. Það eru örfáir af leikmönnum norska liðsins sem eru að spila reglulega og örfáir af þeim sem spila í virkilega góðum liðum," segir Teitur. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Fleiri fréttir Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Sjá meira
Teitur Þórðarson metur möguleika Íslands gegn Noregi á þriðjudaginn mjög góða en þjóðirnar mætast þá á Ullevaal-leikvanginum í Osló í síðasta leik þjóðanna í undankeppni HM í Brasilíu. „Ég held að möguleikarnir séu bara mjög góðir. Það er náttúrulega enginn vafi á því að íslenska liðið hefur verið að standa sig gífurlega vel og það sjáum við á þessum úrslitum sem hafa orðið. Möguleikarnir eru fyrir hendi að ná í sæti til þess að eiga séns á því að komast áfram," segir Teitur Þórðarson, sem nú þjálfar norska liðið Funnefoss/Vormsund IL í norsku D-deildinni. Íslenska liðið á mjög góða möguleika á að tryggja sér sæti í umspilinu en Norðmenn eru úr leik fyrir lokaumferðina. „Á sama tíma er norska liðið búið að vera í ströggli. Ýmislegt hefur gerst þar. Meðal annars er búið að skipta um þjálfara og það hefur alveg örugglega sitt að segja. Nú byrjuðu þeir með Per Mathias Høgmo í síðasta leik og það gekk ekki svo rosalega vel. Það er nú ekki hægt að kenna honum um það því hann hafði nú ekki svo mikinn tíma til að undirbúa liðið," segir Teitur. Teitur segir það ætti að koma sér vel fyrir íslenska liðið að mæta norska landsliðinu á þessum tímapunkti. „Ég reikna nú með að liðið eigi eftir að skána eftir því sem tíminn líður. Þannig að ég held að tímapunkturinn sé þannig lagað mjög góður fyrir Ísland. Norðmennirnir eru pottþétt óöruggir því það eru ýmsar breytingar og þeir tapa síðasta leik 3-0 og það er ekki spurning að það skapar óöryggi og þar af leiðandi held ég að Íslendingar hafi mjög góðan möguleika á að ráðast á þá," segir Teitur. „Það er langt síðan norska liðið hefur verið í svona mikilli lægð. Þetta hefur svona hægt og sígandi verið að gerast og ég held að ein af aðalástæðunum fyrir því sé sú að ef maður kíkir svona 7-8 ár aftur í tímann þá átti Noregur talsvert mikið af góðum leikmönnum í góðum klúbbum úti í Evrópu. Það er bara ekki tilfellið núna. Það eru örfáir af leikmönnum norska liðsins sem eru að spila reglulega og örfáir af þeim sem spila í virkilega góðum liðum," segir Teitur. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Fleiri fréttir Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Sjá meira