Yngsti vinningshafi Man Booker Prize hingað til 16. október 2013 12:00 Eleanor Catton AFP/NordicPhotos Eleanor Catton hlaut bókmenntaverðlaunin Man Booker Prize í gær fyrir bók sína The Luminaries. Catton er 28 ára gömul sem gerir hana yngsta viðtakanda verðlaunanna frá upphafi. Catton er fædd í Kanada og alin upp í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Booker-verðlaunin svokölluðu eru virtustu bókmenntaverðlaun Breta. Vinningshafi hlýtur fimmtíu þúsund pund fyrir, sem samsvarar tæplega tíu milljónum íslenskra króna. Þegar verðlaunin voru veitt, og í ljós kom að Catton hlyti þau, virtist hún mjög hissa. Hún hafði orð á því að bók hennar væri martröð hvers útgefanda, þar sem bókin er 848 blaðsíður, og söguþráðurinn í flóknari kantinum. The Luminaries er þar með einnig lengsta bók til þess að hljóta verðlaunin. Hún þakkaði útgefendum sínum kærlega fyrir samstarfið og bætti við að það væru ekki öll útgáfufyrirtæki sem næðu þessu jafnvægi; að búa til peninga og að búa til list. Aðrir tilnefndir voru NoViolet Bulawayo með bókina We Need New Names, sem fjallar um tíu ára stelpu sem ferðast frá Simbabve til Bandaríkjanna; Jim Crace, fyrir bókina Harvest, Ruth Ozeki fyrir A Tale for the Time Being, Jhumpa Lahiri fyrir The Lowland og Colm Toibin fyrir The Testament of Mary. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Eleanor Catton hlaut bókmenntaverðlaunin Man Booker Prize í gær fyrir bók sína The Luminaries. Catton er 28 ára gömul sem gerir hana yngsta viðtakanda verðlaunanna frá upphafi. Catton er fædd í Kanada og alin upp í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Booker-verðlaunin svokölluðu eru virtustu bókmenntaverðlaun Breta. Vinningshafi hlýtur fimmtíu þúsund pund fyrir, sem samsvarar tæplega tíu milljónum íslenskra króna. Þegar verðlaunin voru veitt, og í ljós kom að Catton hlyti þau, virtist hún mjög hissa. Hún hafði orð á því að bók hennar væri martröð hvers útgefanda, þar sem bókin er 848 blaðsíður, og söguþráðurinn í flóknari kantinum. The Luminaries er þar með einnig lengsta bók til þess að hljóta verðlaunin. Hún þakkaði útgefendum sínum kærlega fyrir samstarfið og bætti við að það væru ekki öll útgáfufyrirtæki sem næðu þessu jafnvægi; að búa til peninga og að búa til list. Aðrir tilnefndir voru NoViolet Bulawayo með bókina We Need New Names, sem fjallar um tíu ára stelpu sem ferðast frá Simbabve til Bandaríkjanna; Jim Crace, fyrir bókina Harvest, Ruth Ozeki fyrir A Tale for the Time Being, Jhumpa Lahiri fyrir The Lowland og Colm Toibin fyrir The Testament of Mary.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira