Góðar líkur á að risagróðurhús rísi í Grindavík Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. október 2013 13:31 Tómatarækt er á næsta leiti í Grindavík verði af byggingu á risagróðurhúsi í útjaðri bæjarins. Góðar líkur er á því að 150 þúsund fermetra gróðurhús ætlað fyrir tómatarækt rísi í Grindavík. Gróðurhúsið er á stærð við 20 fótboltavelli og verður stærra en öllu gróðurhús á Íslandi samanlagt. Haldinn var íbúafundur í Grindavík í gær þar sem hollenska fjárfestingafélagið EsBro kynnti fyrir bæjarbúum fyrirhugað hátæknigróðurhús sem reisa á í útjaðri bæjarins. Gróðurhúsið verður engin smásmíði, 150 þúsund fermetrar að stærð eða um fimmföld stærð grunnflatar Smáralindar. Rækta á tómata á markað í Bretlandi en EsBro hefur vilyrði að samningi við birgja verslunarkeðjunnar Tesco sem rekur yfir 6300 verslanir á Bretlandseyjum. Áætlað er að um 125 störf skapist með þessu nýja gróðurhúsi ef af verður.Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík.Mynd/Jón JúlíusHafa áhyggjur af ljósmengun Grindvíkingar lýstu yfir áhyggjum sínum af ljósmengun sem gæti skapast af þessu risagróðurhúsi. Fulltrúar hollenska fyrirtækisins fullvissuðu Grindvíkinga um að gróðurhúsið væri hannað með tvöföldum skermum og því myndi aðeins 5% af heildarljósmagni sleppa út úr gróðurhúsinu. Ljósmengun yrði því ekki vandamál. Róbert Ragnarsson, bæjarstóri í Grindavík, var ánægður með íbúafundinn. „Bæjarbúar spurðu mikið og Hollendingarnir voru hreinskiptir í sínum svörum. Það kom fram mikið af nýjum upplýsingum sem íbúar geta melt og komið sínum ábendingum á framfæri í skipulagsgerðinni,“ segir Róbert. Hann telur ágætar líkur á því að gróðurhúsið verði að veruleika. „Maður veit aldrei. Hollendingarnir voru spurðir á fundinum hversu ákveðnir þeir væru í að klára þessa framkvæmd. Þeir eru ákveðnir í að reisa gróðurhús og þurfa að standa við sínar skuldbindingar gagnvart kaupandanum. Hvort að gróðurhúsið muni rísa hér eða annars staðar kemur í ljós. Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út og við höldum áfram að vinna í þessu.“ „Þarna gætum við verið að fá inn nýja atvinnustarfsemi sem getur skapað fleiri tækifæri og fleiri störf. Það myndi efla samfélagið í Grindavík,“ bætir Róbert við. Fulltrúar Esbro vonast til að ná samkomulagi við bæjaryfirvöld í Grindavík um byggingu gróðurhússins. Náist samkomulag gætu framkvæmdir jafnvel hafist snemma á næsta ári.Dökkleiti reiturinn merkir mögulega staðsetningu á risagróðurhúsinu í útjaðri Grindavíkur. Það verður skammt frá Húsatóftavelli, golfvelli Grindvíkinga.Mynd/GrindavíkUm 70 Grindvíkingar mættu á íbúafund í Kvikunni í gær til að fræðast um nýtt gróðurhús sem mögulega gæti risið í útjaðri Grindavíkur.Mynd/Jón JúlíusMichael Visser, fulltrúi hollenska fyrirtækisins EsBro, fræddi Grindvíkinga um hátækni gróðurhús sem fyrirtækið áformar að reisa.Mynd/Jón Júlíus Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Góðar líkur er á því að 150 þúsund fermetra gróðurhús ætlað fyrir tómatarækt rísi í Grindavík. Gróðurhúsið er á stærð við 20 fótboltavelli og verður stærra en öllu gróðurhús á Íslandi samanlagt. Haldinn var íbúafundur í Grindavík í gær þar sem hollenska fjárfestingafélagið EsBro kynnti fyrir bæjarbúum fyrirhugað hátæknigróðurhús sem reisa á í útjaðri bæjarins. Gróðurhúsið verður engin smásmíði, 150 þúsund fermetrar að stærð eða um fimmföld stærð grunnflatar Smáralindar. Rækta á tómata á markað í Bretlandi en EsBro hefur vilyrði að samningi við birgja verslunarkeðjunnar Tesco sem rekur yfir 6300 verslanir á Bretlandseyjum. Áætlað er að um 125 störf skapist með þessu nýja gróðurhúsi ef af verður.Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík.Mynd/Jón JúlíusHafa áhyggjur af ljósmengun Grindvíkingar lýstu yfir áhyggjum sínum af ljósmengun sem gæti skapast af þessu risagróðurhúsi. Fulltrúar hollenska fyrirtækisins fullvissuðu Grindvíkinga um að gróðurhúsið væri hannað með tvöföldum skermum og því myndi aðeins 5% af heildarljósmagni sleppa út úr gróðurhúsinu. Ljósmengun yrði því ekki vandamál. Róbert Ragnarsson, bæjarstóri í Grindavík, var ánægður með íbúafundinn. „Bæjarbúar spurðu mikið og Hollendingarnir voru hreinskiptir í sínum svörum. Það kom fram mikið af nýjum upplýsingum sem íbúar geta melt og komið sínum ábendingum á framfæri í skipulagsgerðinni,“ segir Róbert. Hann telur ágætar líkur á því að gróðurhúsið verði að veruleika. „Maður veit aldrei. Hollendingarnir voru spurðir á fundinum hversu ákveðnir þeir væru í að klára þessa framkvæmd. Þeir eru ákveðnir í að reisa gróðurhús og þurfa að standa við sínar skuldbindingar gagnvart kaupandanum. Hvort að gróðurhúsið muni rísa hér eða annars staðar kemur í ljós. Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út og við höldum áfram að vinna í þessu.“ „Þarna gætum við verið að fá inn nýja atvinnustarfsemi sem getur skapað fleiri tækifæri og fleiri störf. Það myndi efla samfélagið í Grindavík,“ bætir Róbert við. Fulltrúar Esbro vonast til að ná samkomulagi við bæjaryfirvöld í Grindavík um byggingu gróðurhússins. Náist samkomulag gætu framkvæmdir jafnvel hafist snemma á næsta ári.Dökkleiti reiturinn merkir mögulega staðsetningu á risagróðurhúsinu í útjaðri Grindavíkur. Það verður skammt frá Húsatóftavelli, golfvelli Grindvíkinga.Mynd/GrindavíkUm 70 Grindvíkingar mættu á íbúafund í Kvikunni í gær til að fræðast um nýtt gróðurhús sem mögulega gæti risið í útjaðri Grindavíkur.Mynd/Jón JúlíusMichael Visser, fulltrúi hollenska fyrirtækisins EsBro, fræddi Grindvíkinga um hátækni gróðurhús sem fyrirtækið áformar að reisa.Mynd/Jón Júlíus
Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira