Erlent

Ótrúleg viðbrögð í kjölfar þáttar um Madeleine

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Breskir rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka hvarf ensku telpunnar Madeleine McCann segja að þeir hafi fengið yfir 2400 símtöl og tölvupósta í kjölfar þess að sýndur var þáttur á BBC sem skýrði nákvæmlega frá hvarfi Madeleine.

Þáttur BBC, Crimewatch, hefur verið sýndur víða um Evrópu á síðustu dögum og hafa fjölmargir haft samband með upplýsingar sem gætu varpað ljósi á hvarf Madeleine í Algarve, Portúgal árið 2007.

Madeleine var þriggja ára þegar hún var numin á brott. Breska lögreglan hefur birt skissur af tveimur mönnum sem þeir vilja ná tali af í tengslum við hvarf Madeleine. Hér að ofan má sjá þáttinn Crimewatch í heild sinni þar sem fjallað er um hvarf Madeleine sem er 10 ára gömul í dag sé hún enn á lífi. 

Skissur af mönnunum sem breska lögreglan vill ná tali af.

Tengdar fréttir

Nýr maður tengdur við hvarf Madeleine McCann

Breskir rannsóknarlögreglumenn ætla að birta tölvuteikningar af manni sem grunaður er um aðild að hvarfi hinnar fjögurra ára gömlu Madeleine McCann árið 2007.

Fjölmargar vísbendingar borist

Bresku lögreglunni hefur borist fjölmargar vísbendingar eftir þátt breska ríkissjónvarpsins í gær, Crimewatch, þar sem fjallað var um hvarf Madeleine McCann í Portúgal árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×