Fótbolti

23 slösuðust eftir slagsmál stuðningsmanna Basel og Schalke

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá leik liðanna í gær þegar borðanum var komið fyrir.
Frá leik liðanna í gær þegar borðanum var komið fyrir. nordicphotos / afp
27 manns voru handteknir fyrir leik Basel og Schalke í Meistaradeild Evrópu í gær en stuðningsmönnum liðanna lenti illa saman með þeim afleiðingum að 23 slösuðust.

Atvikið átti sér stað rétt fyrir leik fyrir utan Saint Jakob-Park völlinn og varð lögreglan að beita táragasi til að ná tökum á aðstæðunum.

Grænfriðungar, eða Green Peace eins og samtökin eru frekar þekkt sem, voru einnig með mótmælti gegn rússneska orkufyrirtækisins Gazprom sem er aðal styrktaraðili Schalke og einnig Meistaradeildarinnar sjálfrar.

Merki Gazprom er til að mynda framan á búningi Schalke. Í mótmælunum slösuðust einnig þó nokkrir.

Grænfriðungar klifruðu upp á þak vallarins og settu upp stóra fána í mótmælaskyni.



nordicphotos / afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×