Fótbolti

Moyes var óánægður með slakar sendingar í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes.
David Moyes. Mynd/NordicPhotos/Getty
Danny Welbeck skoraði mark Manchester United í 1-1 jafntefli á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu í kvöld. United var yfir í 58 mínútur en sá á eftir tveimur stigum í lokin. BBC talaði við Danny Welbeck og David Moyes eftir leikinn.

„Þetta voru viðunandi úrslit miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við skoruðu snemma og það voru vissulega vonbrigði að fá á okkur jöfnunarmark," sagði Danny Welbeck.

„Ég held að það fari ekki mörg lið héðan með þrjú stig en auðvitað ætluðum við að taka með okkur öll stigin," sagði Welbeck.

„Liðið stóð sig vel í kvöld. Við skoruðum snemma og mér fannst við hafa burði til að halda marki okkar hreinu en svo skora þeir jöfnunarmarkið," sagði David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United.

„Við ætluðum okkur að halda boltanum betur í seinni hálfleiknum en ég var vonsvikinn með slakar sendingar í þessum leik. Ef að Robin [Van Persie] hefði skorað þá hefðum við tekið með okkur öll stigin," sagði Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×