Eitt af hverjum fimm lögum á vinsældarlistum fjalla um áfengi Ómar Úlfur skrifar 3. október 2013 09:54 Katy Perry fjallar um mikla áfengisneyslu í sumum laga sinna. John Moore háskólinn í Liverpool hefur sent frá sér niðurstöður rannsókna sem að sýna að eitt af hverjum fimm lögum sem kemst á topp tíu listann í Bretlandi fjallar um áfengi. Rannsóknin sýnir fram á að áfengistilvísunum í lögum hefur fjölgað um helming undanfarin áratug. Háskólinn ályktar að áfengisskilaboð í fjölmiðlum sé meiri háttar vandamál í Bretlandi. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Psychology of Music á dögunum og notuðu rannsakendur gögn af vinsældarlistum seinustu fjögurra áratuga. Mikill munur var á milli þessara áratuga. Lög sem að komust á lista árið 1981 innihéldu fáar áfengistilvísanir og þær voru ennþá færri í lögum árið 1991. Árið 2001 kom áfengið aftur inná vinsældarlistana og 8% vinsælla laga það árið fjölluðu um áfengi. Síðan þá hefur þetta aukist ár frá ári og árið 2011 fjölluðu eitt af hverjum fimm lögum um áfengi á einn eða annan hátt. Í rannsókninni er sýnt frammá að börn og unglingar hlusti að meðaltali á tónlist í tvær klukkustundir á dag og hefur vinsælasta tónlistin hverju sinni gríðarleg áhrif. Lög eins og Last Friday Night með Katy Perry fjallar um gríðarlega drykkju á föstudagskvöldi og íslendingar þekkja lög eins og Allir eru að fá sér með Blaz Roca sem fjallar sömuleiðis að stórum hluta um áfengisneyslu. Hér fyrir neðan má sjá og heyra dæmi um áfengistilvísanir í íslenskum lögum. Harmageddon Mest lesið Kanye West tók 360 milljónir króna fyrir tónleika og enginn nennti að horfa Harmageddon Of Monsters And Men eru byrjuð að vinna að nýju efni Harmageddon Konungur undirganganna Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja sig nú eiga séns Harmageddon Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon Sannleikurinn: Yfirmenn knattspyrnudeilda slógust eftir leik FH og Vals Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon Þorgerður Katrín segir Íslendinga verða að hætta tala niður listir og menningu Harmageddon
John Moore háskólinn í Liverpool hefur sent frá sér niðurstöður rannsókna sem að sýna að eitt af hverjum fimm lögum sem kemst á topp tíu listann í Bretlandi fjallar um áfengi. Rannsóknin sýnir fram á að áfengistilvísunum í lögum hefur fjölgað um helming undanfarin áratug. Háskólinn ályktar að áfengisskilaboð í fjölmiðlum sé meiri háttar vandamál í Bretlandi. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Psychology of Music á dögunum og notuðu rannsakendur gögn af vinsældarlistum seinustu fjögurra áratuga. Mikill munur var á milli þessara áratuga. Lög sem að komust á lista árið 1981 innihéldu fáar áfengistilvísanir og þær voru ennþá færri í lögum árið 1991. Árið 2001 kom áfengið aftur inná vinsældarlistana og 8% vinsælla laga það árið fjölluðu um áfengi. Síðan þá hefur þetta aukist ár frá ári og árið 2011 fjölluðu eitt af hverjum fimm lögum um áfengi á einn eða annan hátt. Í rannsókninni er sýnt frammá að börn og unglingar hlusti að meðaltali á tónlist í tvær klukkustundir á dag og hefur vinsælasta tónlistin hverju sinni gríðarleg áhrif. Lög eins og Last Friday Night með Katy Perry fjallar um gríðarlega drykkju á föstudagskvöldi og íslendingar þekkja lög eins og Allir eru að fá sér með Blaz Roca sem fjallar sömuleiðis að stórum hluta um áfengisneyslu. Hér fyrir neðan má sjá og heyra dæmi um áfengistilvísanir í íslenskum lögum.
Harmageddon Mest lesið Kanye West tók 360 milljónir króna fyrir tónleika og enginn nennti að horfa Harmageddon Of Monsters And Men eru byrjuð að vinna að nýju efni Harmageddon Konungur undirganganna Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja sig nú eiga séns Harmageddon Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon Sannleikurinn: Yfirmenn knattspyrnudeilda slógust eftir leik FH og Vals Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon Þorgerður Katrín segir Íslendinga verða að hætta tala niður listir og menningu Harmageddon