Gene Simmons segir rokkið dautt Orri Freyr Rúnarsson skrifar 8. september 2014 14:33 Hluti hljómsveitarinnar Kiss Mynd/Getty Í síðustu viku greindum við frá því að tónlistarstjóri BBC Radio 1 í Bretlandi sagði allt benda til þess að rokktónlist væri á uppleið. Nú hefur hinsvegar Kiss bassaleikarinn Gene Simmons sagt að rokktónlist sé endanlega dauð. En þetta kom fram í viðtali Simmons við blaðið Esquire. Í viðtalinu talaði Simmons um að plötufyrirtæki standa ekki jafnt þétt við bakið á rokksveitum eins og þau gerðu áður fyrr. Hann bætti við að ef hann ætti að gefa ungum tónlistarmönnum ráð væri það að hætta ekki í vinnunni.Kasabian fagnaði 10 ára afmæli fyrstu breiðskífu sinnar sem skemmtilegum hætti um helgina þegar að hljómsveitin kom fram í London. En Kasabian gerðu sér lítið fyrir og virkuðu sem hálfgerð upphitunarhljómsveit fyrir sjálfa sig. En þeir byrjuðu kvöldið á því að spila fyrstu plötu sína í heild sinni áður en þeir hurfu af sviðinu. Þeir komu svo aftur fram og spiluðu þá hefðbundna tónleika. Nú stefnir allt í að Foo Fighters muni halda þrjá litla tónleika í Bretlandi í vikunni. En þeir settu mynd af breskri innstungu á Twitter síðu sína um helgina með skilaboðunum „Söknum ykkar...höldum svo þrjá klúbba tónleika í vikunni“. En nokkrum dögum fyrr höfðu þeir einnig sett Twitter færslu með skilaboðunum að það væri synd að halda bara eina tónleika í Bretlandi fyrst að þeir væru hvort sem er á leiðinni þangað.Tom Morello er sá þriðji frá vinstriRage Against the Machine gítarleikarinn Tom Morello hefur gefið út nýtt lag sem kallast „Marching on Ferguson“. Umfjöllunarefni lagsins er nýleg skotáras í Ferguson í Bandaríkjunum þegar að lögreglumenn skutu hinn óvopnaða Michael Brown til bana og í kjölfarið hafa verið miklar óeirðir í Ferguson, sem og víðar í Bandaríkjunum. Í Straumi í kvöld mun Óli Dóri skoða ný lög með TV on the Radio, Aphex Twin, Julian Casablancas, Flying Lotus, Skuggasveini og Caribou en Straumur er á dagskrá X977 klukkan 23:00 í kvöld. Harmageddon Mest lesið Atburðarás í Árbæ vekur upp margar spurningar Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Allt öðruvísi útrás hefst Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Enginn kemur Hönnu Birnu til varnar Harmageddon Ræða Martin Luther King framkallar enn gæsahúð Harmageddon Hljómsveitt frumsýnir Næs í rassinn Harmageddon Valdamesta kona heims nakin Harmageddon
Í síðustu viku greindum við frá því að tónlistarstjóri BBC Radio 1 í Bretlandi sagði allt benda til þess að rokktónlist væri á uppleið. Nú hefur hinsvegar Kiss bassaleikarinn Gene Simmons sagt að rokktónlist sé endanlega dauð. En þetta kom fram í viðtali Simmons við blaðið Esquire. Í viðtalinu talaði Simmons um að plötufyrirtæki standa ekki jafnt þétt við bakið á rokksveitum eins og þau gerðu áður fyrr. Hann bætti við að ef hann ætti að gefa ungum tónlistarmönnum ráð væri það að hætta ekki í vinnunni.Kasabian fagnaði 10 ára afmæli fyrstu breiðskífu sinnar sem skemmtilegum hætti um helgina þegar að hljómsveitin kom fram í London. En Kasabian gerðu sér lítið fyrir og virkuðu sem hálfgerð upphitunarhljómsveit fyrir sjálfa sig. En þeir byrjuðu kvöldið á því að spila fyrstu plötu sína í heild sinni áður en þeir hurfu af sviðinu. Þeir komu svo aftur fram og spiluðu þá hefðbundna tónleika. Nú stefnir allt í að Foo Fighters muni halda þrjá litla tónleika í Bretlandi í vikunni. En þeir settu mynd af breskri innstungu á Twitter síðu sína um helgina með skilaboðunum „Söknum ykkar...höldum svo þrjá klúbba tónleika í vikunni“. En nokkrum dögum fyrr höfðu þeir einnig sett Twitter færslu með skilaboðunum að það væri synd að halda bara eina tónleika í Bretlandi fyrst að þeir væru hvort sem er á leiðinni þangað.Tom Morello er sá þriðji frá vinstriRage Against the Machine gítarleikarinn Tom Morello hefur gefið út nýtt lag sem kallast „Marching on Ferguson“. Umfjöllunarefni lagsins er nýleg skotáras í Ferguson í Bandaríkjunum þegar að lögreglumenn skutu hinn óvopnaða Michael Brown til bana og í kjölfarið hafa verið miklar óeirðir í Ferguson, sem og víðar í Bandaríkjunum. Í Straumi í kvöld mun Óli Dóri skoða ný lög með TV on the Radio, Aphex Twin, Julian Casablancas, Flying Lotus, Skuggasveini og Caribou en Straumur er á dagskrá X977 klukkan 23:00 í kvöld.
Harmageddon Mest lesið Atburðarás í Árbæ vekur upp margar spurningar Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Allt öðruvísi útrás hefst Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Enginn kemur Hönnu Birnu til varnar Harmageddon Ræða Martin Luther King framkallar enn gæsahúð Harmageddon Hljómsveitt frumsýnir Næs í rassinn Harmageddon Valdamesta kona heims nakin Harmageddon