Fótbolti

Tvö mörk í lokin tryggðu Real ævintýralegan sigur

Leikmenn og fylgismenn KV skelltu sér á völlinn í dag. Þeir hituðu upp fyrir leikinn í sólinni í Valencia.
Leikmenn og fylgismenn KV skelltu sér á völlinn í dag. Þeir hituðu upp fyrir leikinn í sólinni í Valencia. Mynd/Arnar Smárason
Cristiano Ronaldo skoraði sigurmark Real Madrid á fjórðu mínútu viðbótartíma í 3-2 útisigri á Levante í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Heimamenn í Valencia gerðu spænska risanum lífið leitt í leiknum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Baba þeim yfir með ágætu marki á 57. mínútu.

Fyrirliðinn Sergio Ramos jafnaði eftir hornspyrnu fjórum mínútum síðar. Allt stefndi í jafntefli en lokamínútur leiksins voru ævintýralegar.

Nabil El Zhar skoraði skrautlegt mark eftir úthlaup Diego Lopez og kom heimamönnum í 2-1 á 86. mínútu. Alvaro Morata jafnaði hins vegar metin með fínu marki á 90. mínútu og ljóst að framundan var hápressa Madrídinga.

Hún skilaði árangri á fjórðu mínútu viðbótartíma. Ronaldo fékk þá boltann utarlega í teignum vinstra megin, lét vaða á markið og af varnarmenni fór hann í stöngina og inn.

Ronaldo fagnaði með því að fara úr að ofan og lét sér fátt um finnast þótt dómarinn veitti honum réttilega gult spjald.

Real Madrid hefur nú 19 stig í þriðja sæti en Atletico Madrid og Barcelona hafa 21. Barcelona leikur við Real Valladolid nú á eftir. Leikurinn hefst klukkan 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×