Innlent

Vigdís segir netheima hafa gaman af sér

Heimir Már Pétursson skrifar
Vigdís Hauksdóttir sagði í Kastljósinu í gærkvöldi að „strax“ væri teygjanlegt hugtak.
Vigdís Hauksdóttir sagði í Kastljósinu í gærkvöldi að „strax“ væri teygjanlegt hugtak. mynd/stefán
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segist ekki vilja skemma fyrir netverjum sem hent hafa gaman af ummælum hennar í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær, þar sem hún sagði „strax vera teygjanlegt hugtak“.

„Netheimar hafa svo gaman að mér að ég ætla ekki að skemma þessa skemmtun. Það er eitt á dag hjá mér, ég er orðin vön þessu,“ segir Vigdís. Þetta sé stíllinn á umræðunni í netheimum.

„Ég bjó þarna til greinilega eitt atriði í viðbót sem netheimar geta skemmt sér yfir,“ segir Vigdís. Hún hafi bara gaman af þessu sjálf.

„Já ég hef gaman af þessu sjálf. Finnst fólk er svona upptekið af mér verð ég greinilega að reyna að uppfylla þau skilyrði sem þetta fólk setur mér og skemmta fólki,“ segir Vigdís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×