Lífið

Meistaramánuður - Annar þáttur í heild sinni

Hér fyrir ofan má sjá annan þátt af Meistaramánuðinum á Stöð 2 þar sem fjallað var um mikilvægi reglusemi, hófsemi og skipulagningu. 

Karen Kjartansdóttir og Þorsteinn Kári Jónsson stýra þættinum. Þau ræddu meðal annars við Teit Guðmundsson um fyrstu skrefin í átt að reyklausu lífi og hófsemd í áfengisneyslu.

Erla Björnsdóttir, Steindór Oddur Ellertsson og Gunnar Jóhannsson hjá Betrisvefn.is koma einnig fram og útskýra hvernig hægt er að breyta svefnmynstri sínu til frambúðar.

Þá gefur Björn Berg Gunnarsson sérfræðingur hjá VÍB góð ráð varðandi það hvernig hægt er að ná betri árangri í heimilisfjármálunum.

Fjöldi fólks er búið að skrá sig til leiks í Meistaramánuðinum í gegnum heimasíðuna Meistaramanudur.is. Í þættinum er spjallað við nokkra þátttakendur, Arnbjörn Kristjánsson, Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Eddu Hauksdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×