Fótbolti

Ribery: Ég vinn meira fyrir liðið en Messi og Ronaldo

Franck Ribery.
Franck Ribery. Mynd/NordicPhotos/Getty
Franck Ribery, liðsmaður Bayern Munchen og Knattspyrnumaður ársins hjá UEFA á árinu 2013, segir að hann vinni meira fyrir sitt lið en þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo sem eru af flestum taldir vera bestu fótboltamenn í heimi.

Ribery virðist vera kominn í kosningarbaráttu um að fá einnig Gullbolta FIFA sem eru árleg verðlaun Alþjóðknattspyrnusambandsins fyrir besta knattspyrnumann heims en þau verða afhent í byrjun næsta árs.

Ribery hefur átt frábært ár en hann vann meðal annars þrennuna með Bayern Munchen síðasta vor og var síðan kosinn maður leiksins þegar Bayern vann Chelsea í uppgjöru Evrópumeistaraliðanna í Ofurbikar UEFA á dögunum.

„Ef ég ber mig saman við Messi og Ronaldo þá vinn ég mun meira fyrir mitt lið en þeir gera. Ég skila mun meira varnarhlutverki og legg upp fleiri mörk en þeir," sagði Franck Ribery við goal.com.

„Það yrði frábært að vinna Gullbolta FIFA og nú á möguleika á því," sagði Franck Ribery ennfremur. Lionel Messi hefur unnið Gullbolta FIFA fyrstu þrjú árin sem hann hefur verið afhentur og messi vann einnig Gullboltann síðasta árið sem France Football stóð eitt að kjörinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×