Körfubolti

Helena í stóru viðtali á heimasíðu FIBAEurope

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. Mynd/Daníel
Íslenska körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir er í stóru viðtali á heimasíðu FIBAEurope, evrópska körfuboltasambandsins, þar sem hún talar um nýja liðið sitt, Aluinvent Miskolc, en Helena yfirgaf slóvakíska liðið Good Angels Kosice í sumar og spilar nú í ungversku deildinni.

„Áður en ég fór til Good Angels þá hafði ég verið í leiðtogahlutverki hjá mínum félögum. Það er hlutverk sem ég þekki vel og kann vel við," sagði Helena við Paul Nilsen, blaðamann FIBAEurope.

„Ég vissi að hjá Miskolc fengi ég stærra hlutverk og yrði kannski einn af leiðtogum liðsins. Ég er mjög spennt fyrir því," sagði Helena.

„Við erum með ungar stelpur í liðinu og einnig leikmenn sem hafa ekki spilaði í EuroLeague. Vonandi get ég hjálpað liðinu með reynslu minni þegar við spiluðum Mið-Evrópu deildinni sem og í EuroCup. Ég sé hvað býr í þessu liði og nú þurfum við að leggja á okkur mikla vinnu til þess að ná því fram. Ef við sleppum við meiðsli og stöndum saman þá getum við gert góða hluti," segir Helena.

Helena ræðir einnig andlát Ólafs Rafnssonar, fyrrum formann KKÍ og forseta ÍSÍ og FIBAEurope, en Ólafur féll frá í sumar. Helena segist hafa misst þar góðan vin og einn sinn helsta stuðningsmann sem hafi alltaf kvatt hana áfram.

Það er hægt að sjá allt viðtalið við Helenu með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×