Fótbolti

Jóhann Kristinn ætlar áfram með Þór/KA í Meistaradeildinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Völlurinn er enn iðagrænn, hiti undir honum og allt klár,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, fyrir leikinn gegn rússneska liðinu Zorkiy í viðtali við Þór TV.

Í dag fer fram fyrri viðureign Þórs/KA og FC Zorkiy í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Þórsvellinum og hefst leikurinn klukkan fjögur.

Sigurvegarinn í rimmunni kemst áfram í 16-liða úrslit og mætir þar annað hvort finnska liðinu PK-35 eða Birmingham frá Englandi.

„Þó að það verði kalt úti þá verður grænn völlur og allt í standi. Þetta hefur verið nokkuð sérstakur tími fyrir okkur til að undirbúa liðið. Mótinu lauk fyrir þó nokkru og okkar verkefni var að halda stelpunum á tánum.“

„Við ætlum að fara í gegnum þessa viðureign, hættum ekki hér. Það eru allir leikmenn virkilega spenntir fyrir þessu verkefni.“

„Ég er mjög spennt fyrir leiknum, við erum tilbúnar í slaginn,“ sagði Kaylu June Grimsley, leikmaður Þór/KA í viðtali við Þór TV.

„Við erum búnar að undirbúa okkur vel fyrir leikinn frá því að venjulegu tímabili lauk hjá okkur. Liðið spilaði virkilega vel í síðustu leikjum okkar í Pepsi-deildinni og það mun vera góður grunnur fyrir þennan leik.“

Hér að ofan má sjá viðtölin í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×