Strákarnir með í baráttunni um laust sæti á EM í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2013 17:55 Gísli Sveinbergsson. Mynd/GSÍmyndir.net Íslenska piltalandsliðið í golfi er í þriðja til fjórða sæti á 15 höggum yfir pari eftir tvo hringi af þremur í undankeppni Evrópumóts pilta 18 ára og yngri. Til mikils er að vinna því þrjár þjóðir af ellefu komast áfram á sjálft Evrópumótið. Lokahringurinn verður leikin á morgun og þá kemur í ljós hvaða þjóðir tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótinu í golfi sem fram fer í Noregi að ári. Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili og Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis eru í miklu stuði en þeir eru í tveimur efstu sætunum í keppni einstaklinga á mótinu. Gísli lék í dag á 69 höggum eða þremur höggum undir pari sem er lægsta skorið í mótinu hingað til. Fannar Ingi lék einnig mjög vel í dag en hann kom inn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. „Strákarnir hafa staðið sig mjög vel og léku fínt golf í dag. Í gær var of mikið um sprengjur á skorkortunum en í svona jafnri keppni skiptir miklu máli að takmarka öll stór mistök. Það tókst mun betur í dag en aðstæður voru líka þægilegri, nánast logn og kjöraðstæður til að skora vel, enda sást það á skorum flestra liða. Við Ragnar erum mjög ánægðir með liðið, liðsheildin er frábær, þeir eru vel skipulagðir í öllu og leggja sig hundrað prósent fram. Keppnin um þrjú efstu sætin er gríðarlega jöfn og hörð og við þurfum að eiga góðan leik á morgun til að eiga möguleika á að ná því markmiði, en við getum náttúrulega ekki stjórnað því sem hinir gera,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í stuttu viðtali við golf.is eftir frábæran dag í Slóvakíu.Staðan hjá íslensku strákunum í mótinu. 1. sæti Gísli Sveinbergsson, GK, 72/69, -3 2. sæti Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, 72/70, -2 22. sæti Aron Snær Júlíusson, GKG, 73/75, +4 26. sæti Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, 77/73, +6 52. sæti Henning Darri Þórðarson, GK, 83/75 +14 Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslenska piltalandsliðið í golfi er í þriðja til fjórða sæti á 15 höggum yfir pari eftir tvo hringi af þremur í undankeppni Evrópumóts pilta 18 ára og yngri. Til mikils er að vinna því þrjár þjóðir af ellefu komast áfram á sjálft Evrópumótið. Lokahringurinn verður leikin á morgun og þá kemur í ljós hvaða þjóðir tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótinu í golfi sem fram fer í Noregi að ári. Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili og Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis eru í miklu stuði en þeir eru í tveimur efstu sætunum í keppni einstaklinga á mótinu. Gísli lék í dag á 69 höggum eða þremur höggum undir pari sem er lægsta skorið í mótinu hingað til. Fannar Ingi lék einnig mjög vel í dag en hann kom inn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. „Strákarnir hafa staðið sig mjög vel og léku fínt golf í dag. Í gær var of mikið um sprengjur á skorkortunum en í svona jafnri keppni skiptir miklu máli að takmarka öll stór mistök. Það tókst mun betur í dag en aðstæður voru líka þægilegri, nánast logn og kjöraðstæður til að skora vel, enda sást það á skorum flestra liða. Við Ragnar erum mjög ánægðir með liðið, liðsheildin er frábær, þeir eru vel skipulagðir í öllu og leggja sig hundrað prósent fram. Keppnin um þrjú efstu sætin er gríðarlega jöfn og hörð og við þurfum að eiga góðan leik á morgun til að eiga möguleika á að ná því markmiði, en við getum náttúrulega ekki stjórnað því sem hinir gera,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í stuttu viðtali við golf.is eftir frábæran dag í Slóvakíu.Staðan hjá íslensku strákunum í mótinu. 1. sæti Gísli Sveinbergsson, GK, 72/69, -3 2. sæti Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, 72/70, -2 22. sæti Aron Snær Júlíusson, GKG, 73/75, +4 26. sæti Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, 77/73, +6 52. sæti Henning Darri Þórðarson, GK, 83/75 +14
Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira