Piltalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. september 2013 12:25 MYND / KYLFINGUR.IS Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var mjög ánægður með frammistöðu piltanna okkar sem tóku þátt fyrir hönd Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem lauk í Slóvakíu í gær. Piltarnir stóðu sig frábærlega og tryggðu Íslandi eitt af þremur lausum sætunum á Evrópumótinu pilta 18 ára og yngri sem fram fer í Noregi á næsta ári. Landsliðsþjálfarainn var að vonum mjög kátur. „Maður getur ekki verið annað en ánægður og stoltur eftir þessa frammistöðu hjá strákunum. Markmiðið var að tryggja okkur eitt af þremur efstu sætunum og það tókst,“ sagði Úlfar Jónsson. „Finnar sóttu verulega á undir lokin en strákarnir stóðust álagið og náðu að landa þriðja sætinu. Þessi keppni er alltaf að verða sterkari og sterkari. Það gerir þennan árangur enn ánægjulegri. „Það hjálpaði okkur svo sannarlega framúrskarandi árangur hjá Gísla og Fannari Inga, að vera með tvö bestu skor einstaklinga, en liðsheildin var frábær og allir voru vel undirbúnir og einbeittir allan tímann. „Við erum með ungt og sterkt lið, Það segir manni að framtíðin er björt í íslensku golfi. Það er líka sérlega ánægjulegt að karlaliðið náði fyrr í sumar að tryggja sér þátttökurétt á EM landsliða á næsta ári. Þannig að við munum leika á a.m.k. þremur Evrópumótum landsliða á næsta ári, þ.e. karla, kvenna og pilta. Þetta er frábær endir á góðu tímabili,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari. Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var mjög ánægður með frammistöðu piltanna okkar sem tóku þátt fyrir hönd Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem lauk í Slóvakíu í gær. Piltarnir stóðu sig frábærlega og tryggðu Íslandi eitt af þremur lausum sætunum á Evrópumótinu pilta 18 ára og yngri sem fram fer í Noregi á næsta ári. Landsliðsþjálfarainn var að vonum mjög kátur. „Maður getur ekki verið annað en ánægður og stoltur eftir þessa frammistöðu hjá strákunum. Markmiðið var að tryggja okkur eitt af þremur efstu sætunum og það tókst,“ sagði Úlfar Jónsson. „Finnar sóttu verulega á undir lokin en strákarnir stóðust álagið og náðu að landa þriðja sætinu. Þessi keppni er alltaf að verða sterkari og sterkari. Það gerir þennan árangur enn ánægjulegri. „Það hjálpaði okkur svo sannarlega framúrskarandi árangur hjá Gísla og Fannari Inga, að vera með tvö bestu skor einstaklinga, en liðsheildin var frábær og allir voru vel undirbúnir og einbeittir allan tímann. „Við erum með ungt og sterkt lið, Það segir manni að framtíðin er björt í íslensku golfi. Það er líka sérlega ánægjulegt að karlaliðið náði fyrr í sumar að tryggja sér þátttökurétt á EM landsliða á næsta ári. Þannig að við munum leika á a.m.k. þremur Evrópumótum landsliða á næsta ári, þ.e. karla, kvenna og pilta. Þetta er frábær endir á góðu tímabili,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari.
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira