Fótbolti

Matthías með tvö í þriðja sigri Start í röð | Myndband

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Matthías Vilhjálmsson skoraði bæði mörk Start sem sigraði Sogndal í mikilvægum leik í fallbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Start er komið úr fallsæti eftir þrjá sigra í röð.

Matthías lék allan leikinn og skoraði á 28. og 48. mínútu. Hér má sjá myndband af mörkunum í leiknum.

Guðmundur Kristjánsson kom inn á sem varamaður á 71. mínútu.

Start var í miklum vandræðum framan af móti en hefur nú leikið fjóra leiki án taps og er fimm stigum frá fallsæti og þremur stigum frá umspilssæti eftir 24 umferðir af 30.

Annað Íslendingalið Sarpsborg 08 vann einnig mikilvægan sigur í fallbaráttunni. Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn þegar Sarpsborg vann Tromsö 3-0. Þórarinn Ingi Valdimarsson sat allan leikinn á bekknum.

Sarpsborg 08 er enn neðst, nú með 23 stig en Tromsö er í umspilssæti með 25 stig.

Indriði Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson léku allan leikinn fyrir Viking sem sigraði Vålerenga 1-0. Viking er í þriðja sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Rosenborg.

Steinþór Freyr Þorsteinsson lék allan leikinn fyrir Sandnes Ulf sem steinlá heima gegn Molde 4-1. Sandnes Ulf er líkt og Start með 28 stig í harðri fallbaráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×