Fótbolti

Barcelona minna með boltann í fyrsta skipti í þrjú ár

Fabregas fagnar marki sínu um helgina.
Fabregas fagnar marki sínu um helgina.
Barcelona er eitt besta knattspyrnulið heims og einn helsti styrkleiki liðsins er hvað það heldur boltanum vel. Það er oft á tíðum ómögulegt að ná boltanum af leikmönnum liðsins.

Í fyrsta skipti í rúm þrjú ár gerðist það um helgina að Barcelona var minna með boltann en andstæðingurinn. Það hafði reyndar ekki mikil áhrif á Börsunga sem unni 4-0 sigur á Rayo Vallecano.

Barcelona var búið að spila 136 leiki í röð þar sem liðið var meira með boltann. Barca var með boltann 45,5 prósent leiktímans um helgina.

Getafe var síðast til þess að ná þessum árangri gegn Barcelona. Þá var liðið með boltann 50,4 prósent af leiktímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×