„Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Frosti Logason skrifar 25. september 2013 14:12 Al Shabab stefna að íslömskum yfirráðum um allan heim. Sómölsku hryðjuverkasamtökin al-Shabab, sem nýlega létu til skara skríða í verslunarmiðstöð í Naíróbí og segjast sjálf hafa drepið 137 manns í þeirri árás, hafa áður gefið það út að Ísland sé ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríki (e. the Islamic Caliphate) sem er á aðal stefnuskrá samtakanna. Sjónvarpsstöðin Al-Jazera fjallaði nýlega um uppruna og stefnu al-Shabab í frétt sem finna má á YouTube. Þar er greint frá því að al-Shabab hafi fyrst verið stofnuð eftir klofning frá öðrum islömskum harðlínusamtökum árið 2006 sem nú eru liðin undir lok. Fyrst um sinn hafi þeir eingöngu barist við veika bráðabirgðastjórn Sómalíu, sem síðar var studd af herliði frá Eþíópíu. Það var svo eftir blóðuga baráttu gegn Eþíópísku hermönnunum sem samtökin hörfuðu, fóru neðanjarðar og gengu í kjölfarið til liðs við Al-Kaída. Fljótlega hafi þau svo lýst yfir raunverulegum markmiðum sínum. Það er stofnum Íslamsks ríkis um allan heim.„Við munum stofna Íslamskt ríki frá Alaska, Síle, Suður Afríku, Japan, Rússlandi, Salómonseyjum og alla leið til Íslands. Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma,“ segir talsmaður samtakanna í fréttinni. Þess skal þó getið að upptakan þar sem talsmaðurinn lýsir þessu yfir er frá árinu 2008. Það er engu að síður áhugavert að sómalskir hryðjuverkamenn séu að hugsa til okkar hér á litla Íslandi. Myndbandið má sjá hér að neðan: Harmageddon Mest lesið Oasis að koma saman að nýju? Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Sannleikurinn: Landsþekktir stjórnmálamenn verða á FM957 í vetur Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon
Sómölsku hryðjuverkasamtökin al-Shabab, sem nýlega létu til skara skríða í verslunarmiðstöð í Naíróbí og segjast sjálf hafa drepið 137 manns í þeirri árás, hafa áður gefið það út að Ísland sé ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríki (e. the Islamic Caliphate) sem er á aðal stefnuskrá samtakanna. Sjónvarpsstöðin Al-Jazera fjallaði nýlega um uppruna og stefnu al-Shabab í frétt sem finna má á YouTube. Þar er greint frá því að al-Shabab hafi fyrst verið stofnuð eftir klofning frá öðrum islömskum harðlínusamtökum árið 2006 sem nú eru liðin undir lok. Fyrst um sinn hafi þeir eingöngu barist við veika bráðabirgðastjórn Sómalíu, sem síðar var studd af herliði frá Eþíópíu. Það var svo eftir blóðuga baráttu gegn Eþíópísku hermönnunum sem samtökin hörfuðu, fóru neðanjarðar og gengu í kjölfarið til liðs við Al-Kaída. Fljótlega hafi þau svo lýst yfir raunverulegum markmiðum sínum. Það er stofnum Íslamsks ríkis um allan heim.„Við munum stofna Íslamskt ríki frá Alaska, Síle, Suður Afríku, Japan, Rússlandi, Salómonseyjum og alla leið til Íslands. Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma,“ segir talsmaður samtakanna í fréttinni. Þess skal þó getið að upptakan þar sem talsmaðurinn lýsir þessu yfir er frá árinu 2008. Það er engu að síður áhugavert að sómalskir hryðjuverkamenn séu að hugsa til okkar hér á litla Íslandi. Myndbandið má sjá hér að neðan:
Harmageddon Mest lesið Oasis að koma saman að nýju? Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Sannleikurinn: Landsþekktir stjórnmálamenn verða á FM957 í vetur Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon