Fótbolti

Dómari settur í salt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Allt sauð upp úr í leiknum.
Allt sauð upp úr í leiknum. Nordicphotos/Getty
Ákvörðun dómara í viðureign Real Madrid og nýliða Elche í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vikunni hefur dregið dilk á eftir sér.

Cesar Muniz Fernandez dæmdi vítaspyrnu á miðjumann Elche á sjöttu mínútu viðbótartíma þegar staðan í viðureign stórliðsins gegn því litla var 1-1. Cristiano Ronaldo skoraði sigurmark Real úr spyrnunni.

Í endursýningunni sást greinilega að aldrei var um brot að ræða af hendi leikmanns Elche. Þvert á móti var það Pepe, varnarmaður Real Madrid, sem reif andstæðinginn í jörðina.

Forsvarsmaður dómaramála á Spáni sagði í viðtali við AS að hann hefði aldrei dæmt vítaspyrnu á umrætt atvik. Stundum hefðu dómarar rétt fyrir sér og stundum ekki. Þannig væri lífsins gangur.

Dómarinn mun ekki dæma á næstunni en þó liggur ekki fyrir hve lengi hléð mun vara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×