Lífið

Meistaramánuðurinn: Verðum betri útgáfa af okkur sjálfum

Kristján Hjálmarsson skrifar
„Meistaramánuðurinn er þrjátíu daga áskorun þar sem við ákveðum að vera betri útgáfa af okkur sjálfum. Þú skrifar niður markmiðin sem þú heldur að gerir þig að betri manneskju og svo stendur þú við það í þrjátíu daga," segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn af upphafsmönnum Meistaramánuðsins.

Meistaramánuðurinn gengur í garð í október og er fólk þegar byrjað að setja sér markmið.

„Markmiðin geta verið stór og smá, tengjast líkamsrækt, mataræði, svefni eða bara að heimsækja ættingja sem þú hefur ekki séð í langan tíma," segir Þorsteinn Kári.

Sjónvarpsþættir tileinkaðir Meistaramánuðinum hófu göngu sína á Stöð 2 í gær. Þar var meðal annars leitað ráða hjá fólki sem þykir hafa náð langt í lífi og starfi.

Meistaramánuðurinn verður sýndur í opinni dagskrá næstu fimmtudaga á Stöð 2 og Vísi.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×