Fótbolti

Hjörtur stýrir Meistaramörkunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hjörtur Júlíus Hjartarson.
Hjörtur Júlíus Hjartarson. Mynd/Ernir
Boltinn byrjar að rúlla í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í vikunni. Leikið verður á þriðjudags- og miðvikudagskvöld.

Upphitun á báðum leikdögum hefst klukkan 18 en leikirnir hefjast 45 mínútum síðar eða klukkan 18.45. Þrír leikir verða í beinni útsendingu á þriðjudagskvöld og þrír á miðvikudagskvöld. Strax að leik loknum verður rýnt í leikina og öll mörk kvöldsins sýnd í Meistaramörkunum.

Hjörtur Júlíus Hjartarson hefur umsjón með kvöldunum. Heimir Guðjónsson, Ólafur Kristjánsson, Guðjón Þórðarson og Reynir Leósson verða reglulegir gestir Hjartar og rýna í leikina.

Leikirnir á þriðjudagskvöldið:

Manchester United - Bayer Leverkusen

FC Kaupmannahöfn - Juventus

Bayern München - CSKA Moskva

Leikirnir á miðvikudagskvöldið:

Barcelona - Ajax

Chelsea - Basel

Marseille - Arsenal




Fleiri fréttir

Sjá meira


×