Körfubolti

Hardy með tröllatvennu í sigri á Hólmurum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Lele Hardy fór á kostum í kvöld þegar Haukar unnu 87-70 sigur á Snæfelli á Ásvöllum í Lengjubikar kvenna en Haukakonur stigu stórt skref í átt að úrslitaleik keppninnar með þessum flotta sigri.

Lele Hardy fór fyrir liði Hauka í kvöld en hún var með 33 stig og 23 fráköst. Dagbjört Samúelsdóttir skoraði 14 stig og Margrét Rósa Hálfdanardóttir var með 12 stig og 9 stoðsendingar.

Chynna Unique Brown skoraði 20 stig fyrir Snæfell og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var með 20 stig og 16 fráköst.

Leikurinn var jafn framan af og staðan var 31-31 í hálfleik. Snæfell var með frumkvæðið í upphafi seinni hálfleiks en svo fór Haukaliðið í gang og kláraði leikinn sannfærandi með flottum lokakafla. Haukar unnu fjórða leikhlutann meðal annars 31-20.

Bæði lið voru búin að vinna fyrstu tvo leiki sína í Lengjubikarnum en Haukaliðið er nú eina taplausa liðið í B-riðlinum. Efsta liðið tryggir sér sæti í úrslitaleiknum.



Fyrirtækjabikar konur, B-riðill

Haukar-Snæfell 87-70 (14-13, 17-18, 25-19, 31-20)

Haukar: Lele Hardy 33/23 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 14/6 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 12/5 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/4 fráköst/6 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 7, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 4, Lovísa Björt Henningsdóttir 3/8 fráköst/5 varin skot, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 2.

Snæfell: Chynna Unique Brown 22/8 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 20/16 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 17/8 fráköst/6 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 9, Aníta Sæþórsdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0/11 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×