Körfubolti

Crawford ræðir um lífið í NBA

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Menn þurfa ekki að hafa fylgst grannt með NBA-körfuboltanum til þess að þekkja til Joey Crawford. Dómarinn litríki hefur dæmt í deild þeirra bestu í 35 ár og nálgast óðfluga 3000. leikinn sinn í deildinni.

Körfuknattleiksdómarafélag Íslands (KKDÍ) fagnar 50 ára afmæli sínu á árinu. Af því tilefni hefur félagið boðið Crawford til landsins og hefur sá bandaríski þekkst boðið.

„Það að fá Crawford á haustfund okkar körfuknattleiksdómara hefur gríðarmikla þýðingu þrátt fyrir þá staðreynd að NBA sé með annað regluverk en FIBA," sagði Jón Bender, formaður KKDÍ, í samtali við Fréttablaðið í vor.

Á föstudaginn verður opinn fræðslufundur um starf íþróttadómarans í Laugardalshöll. Þar munu Crawford og Zsolt Hartyani, fyrrverandi FIBA dómari og starfandi eftirlitsdómari sem sæti á í tækninefnd Evrópska körfuknattleikssambandsins, sitja fyrir svörum.

Fundurinn hefst í Laugardalshöll klukkan 13 og stendur til 16:30. Dagskráin er þannig hljóðandi:

Dagskrá:

· Lífið í NBA

· Bakvið tjöldin á Eurobasket 2013

· Gagnvirk þjálfun dómara

· Samskipti dómara og þjálfara/leikmanna

· Pallborðsumræður

Verð er 3900 krónur og skráning fer fram á kki(hja)kki.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×