Fótbolti

Messi hjálpar Madrid að fá Ólympíuleikana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fagnar marki með Barcelona.
Lionel Messi fagnar marki með Barcelona. Mynd/AFP
Lionel Messi, besti knattspyrnumaður heims og aðalmaður erkifjenda Barcelona í Real Madrid er einn af mönnunum sem ætla að hjálpa Madrid að fá Ólympíuleikana 2020.

„Ég óskaði eftir því að fá stuðning Lionel Messi og við fengum hann," sagði Alejandro Blanco yfirmaður framboðs Madrid-búa.

„Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur og okkar framboð," sagði Blanco.

Madrid keppir við Istanbul í Tyrklandi og Tókíó í Japan um að hljóta hnossið og halda Ólympíuleikana 2020 en 7. september næstkomandi tekur Alþjóðaólympíunefndin ákvörðun um hvar leikarnir verða haldir.

Madrid hefur reynt að fá halda tvo síðustu Ólympíuleika sem enduðu í London í Englandi (2012) og Ríó í Brasilíu (2016). Nú vonast Spánverjar að fá aftur að halda Ólympíuleika sem fóru einmitt fram í Barcelona árið 1992.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×