Fótbolti

Bale ekki öruggur með sæti í byrjunarliði Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale.
Gareth Bale. Mynd/NordicPhotos/Getty
Real Madrid eyddi 85,3 milljónum punda, rúmlega sextán milljörðum íslenskra króna, í velska kantmanninn Gareth Bale og gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims.

Bale spilar væntanlega sinn fyrsta leik með Real Madrid þegar liðið mætir Villarreal á útivelli 14. september næstkomandi.

Paul Clement, aðstoðarþjálfari Carlo Ancelotti hjá Real Madrid, segir í viðtali við BBC Sport að Bale eigi ekki öruggt sæti í byrjunarliði Real Madrid.

„Það er mikil samkeppni um sætin í liðinu og það er enginn öruggur með sætið sitt," sagði Paul Clement við BBC.

„Carlo Ancelotti veit alveg hvernig hann ætlar að nota Bale en hlutirnir geta breyst. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikmennirnir ná saman og við munum reyna að finna bestu stöðuna fyrir hvern og einn," sagði Paul Clement.

Gareth Bale er nú með velska landsliðinu sem mætir Makedóníu og Serbíu í landsleikjahléinu. Bale spilaði ekki mínútu með Tottenham á tímabilinu og gæti því spilað sinn fyrsta alvöruleik síðan í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×