Körfubolti

Jón Arnór einn af fyrirliðum CAI Zaragoza í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson með hinum fyrirliðum CAI Zaragoza  í vetur.
Jón Arnór Stefánsson með hinum fyrirliðum CAI Zaragoza í vetur. Mynd/Heimasíða CAI Zaragoza
Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza eru að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í spænska körfuboltanum en liðið komst alla leið í undanúrslitin um spænska titilinn í fyrra.

Paul Aguilar, fyrirliði CAI Zaragoza í fyrra, mun spila með liði Valencia í vetur og því hafa forráðamenn félagsins ákveðið að útnefna þrjá nýja fyrirliða á þessu tímabili.

Jón Arnór Stefánsson verður fyrirliði liðsins ásamt þeim Albert Fontet og Pedro Llompart. Llompart er 31 árs gamall leikstjórnandi en Fontet er 27 ára og 212 sm miðherji.

Þetta er annað sinn á þremur árum sem CAI Zaragoza er með þrjá fyrirliða en Paul Aguilar var fyrirliði liðsins 2011-12 ásamt þeim Rafael Hettsheimeir og Carlos Cabezas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×