Web.com draumur Ólafs úti Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. september 2013 18:22 Ólafur Björn varð fyrir meiðslum á úlnlið skömmu fyrir mótið. Mynd/GSÍ Möguleikar Ólafs Björns Loftssonar úr Nesklúbbnum á að vinna sér sæti á bandarísku Web.com mótaröðinni eru úr sögunni eftir að hann komst ekki áfram í forúrtökumóti sem lauk í gær í Brunswick, Georgíuríki. Ólafur hafnaði í 61. sæti af 73 keppendum eftir að hafa leikið hringina þrjá á 223 höggum eða 13 höggum yfir pari. Ekki hjálpaði möguleikum Ólafs á að komast áfram í mótinu að hann varð fyrir meiðslum á úlnlið skömmu fyrir mótið sem háðu honum í sveiflunni. Ólafur var alvarlega að íhuga að draga sig úr keppni en barðist áfram og lauk leik í mótinu. Ólafur lék hringina þrjá á 74, 77 og 72 höggum. 37 efstu kylfingarnir í mótinu komust áfram á fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Web.com mótaröðina sem er önnur sterkasta mótaröðin í Bandaríkjunum. Ólafur var 10 höggum frá því að komast áfram. Tímabilinu er ekki lokið hjá Ólafi því hann mun taka þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í næsta mánuði í Frakklandi. Alls taka fjórir íslenskir kylfingar þátt í úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina. Auk Ólafs taka þeir Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Ólafur Már Sigurðsson úr GR og Þórður Rafn Gissurarson úr GR einnig þátt í úrtökumótum á næstu vikum.Skorkortið hjá Ólafi í mótinu.Mynd/Skjáskot Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Möguleikar Ólafs Björns Loftssonar úr Nesklúbbnum á að vinna sér sæti á bandarísku Web.com mótaröðinni eru úr sögunni eftir að hann komst ekki áfram í forúrtökumóti sem lauk í gær í Brunswick, Georgíuríki. Ólafur hafnaði í 61. sæti af 73 keppendum eftir að hafa leikið hringina þrjá á 223 höggum eða 13 höggum yfir pari. Ekki hjálpaði möguleikum Ólafs á að komast áfram í mótinu að hann varð fyrir meiðslum á úlnlið skömmu fyrir mótið sem háðu honum í sveiflunni. Ólafur var alvarlega að íhuga að draga sig úr keppni en barðist áfram og lauk leik í mótinu. Ólafur lék hringina þrjá á 74, 77 og 72 höggum. 37 efstu kylfingarnir í mótinu komust áfram á fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Web.com mótaröðina sem er önnur sterkasta mótaröðin í Bandaríkjunum. Ólafur var 10 höggum frá því að komast áfram. Tímabilinu er ekki lokið hjá Ólafi því hann mun taka þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í næsta mánuði í Frakklandi. Alls taka fjórir íslenskir kylfingar þátt í úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina. Auk Ólafs taka þeir Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Ólafur Már Sigurðsson úr GR og Þórður Rafn Gissurarson úr GR einnig þátt í úrtökumótum á næstu vikum.Skorkortið hjá Ólafi í mótinu.Mynd/Skjáskot
Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira