Körfubolti

Parker frábær í sigri Frakka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tony Parker fagnar með félögum sínum í leikslok.
Tony Parker fagnar með félögum sínum í leikslok. Mynd/AFP
Tony Parker, leikmaður San Antonio Spurs, átti frábæran leik í kvöld þegar Frakkar unnu 77-71 sigur á Úkraínumönnum á Evrópumótinu í körfubolta. Parker tók yfir leikinn í lokaleikhlutann og skoraði þá 15 af 28 stigum sínum.

Frakkar tryggðu sér sæti í milliriðli með þessum sigri en Úkraínumenn voru búnir að vinna þrjá fyrstu leiki sína fyrir leikinn. Tony Parker skoraði meðal annars níu stig í 14-0 spretti í fjórða leikhluta en á þeim kafla kláraði franska liðið leikinn. Boris Diaw skoraði næstmest fyrir franska liðið eða fimmtán sitg en Eugene Jeter var atkvæðamestur hjá Úkraínu með 20 stig.

Þjóðverjar sem unnu Frakka í fyrsta leik eru hinsvegar úr leik eftir 81-74 tap á móti Bretum. Þýska liðið var þarna að tapa sínum þriðja leik í röð. Andrew Lawrence skoraði 25 stig fyrir breska liðið og Myles Hesson var með 21 stig og 11 fráköst.

Ísrael á enn möguleika á að komast áfram eftir 87–69 sigur á Belgíu í dag. Það er ein umferð eftir í A-riðlinum og þar verður hart barist um sæti í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×