Fótbolti

Arnór Smárason skoraði í sigri Helsingborgar

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND/HEIMASÍÐA HELSINGBORGAR
Arnór Smárason skoraði fyrra mark Helsingborgar sem sigraði Gefle á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Guðjón Baldvinsson var einnig í sigurliði í sænsku deildinni í dag.

Helsingborg lyfti sér á topp sænsku úrvalsdeildinnar með sigrinum en liðið lenti undir strax á 19. mínútu leiksins í dag. Arnór jafnaði metin á 33. mínútu og Robin Simovic tryggði liðinu sigurinn á 60. mínútu.

Arnór lék allan leikinn fyrir Helsingborg líkt og Guðjón Baldvinsson gerði fyrir Halmstad sem sigraði AIK 1-0. Stefan Selakovic skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 41. mínútu.

Kristinn Steindórsson sat allan tímann á bekk Halmstad sem er sem fyrr í næst neðsta sæti deildarinnar en er nú stigi frá öruggu sæti í deildinni. AIK tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni en liðið er í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Helsingborg og Malmö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×